Hvað er eiginlega málið með það að hafa bara 4-5 lið í hverjum riðli á þessu lanmóti? Eru stjórnendur í einhverjum tímaþröng þarna útaf liðin eru svo gríðarlega mörg? alveg heil 16+ lið. Eða vilja þeir bara hafa þetta svona ógeðslega leiðinlegt fyrir sum lélegri liðin.

Vill einhver vinsamlegast benda mér á hvaða gamanlið eins og warfighters fær út úr þessu lani? þeir mæta og fá að spila heila 4 leiki, það er að segja ef öll liðin mæta og líkurnar að þeir komist upp úr riðli eru innan við 5% þar sem aðeins 2 lið komast upp???


Ef við viljum halda stór og skemmtilega lan mót, þá þurfa þau að vera dáldið “newbie friendly” þannig að lélegri liðin geti keppt á móti einhverjum á sama leveli og átt séns á að sýna og sanna sig aðeins og kanski hækka í áliti.

Hver man ekki eftir Skjalftunum þegar liðin voru átta í riðli og öll lið spiluðu a.m.k sjö leiki og efstu fjögur liðin komust upp og neðstu 4 fengu að fara í einhverja keppni eins og “best of the worst”


Sum liðin eru kannski með menn sem þurfa að fara langa leið til að komast til rvk og það eru kanski ekkert allir sem nenna því fyrir einhverja skitna 3-4 leiki og síðan bara heim aftur.

Það er ekki eins og liðin þarna verði eikkað óhóflega mörg og þetta verði eitthvað erfitt að sjá um þetta.


Í guðana bænum einhver að segja þessum jólasveinum sem sjá um þetta svo voru einnig svo sniðugir að birta riðlana löngu fyrir mótið sem gefur lélegu liðunum góðan frest til að ákveða að þeir nenni ekki að mæta aðeins til þess að fara heim á sama degi eftir að hafa spilað 3 leiki sem allir eru fyrirfram tapaðir kanski.



Það sem ætti að gera er eftirfarandi.


Taka þessa riðla sem komnir eru á netið, og henda þeim í ruslið.

Taka öll liðin og raða þeim aftur upp í tvo styrktarflokka, flokk A og flokk B. Ekki hafa fjóra eða fimm styrktarflokka þannig að Goater geti mætt á huga með sína glötuðu greindarvísi tölu og sagt mér NÁKVÆMLEGA hvaða lið fara upp úr hverjum riðli.

Draga síðan úr þessum flokkum í tvo átta liða riðla þar sem efstu fjögur liðin fara í 8 liða double elimination, og neðri fjögur fari í einhverja best of the worst keppni. Liðin sem yrðu þarna fyrir neðan myndu bara þurfa að fara heim, en þó eftir að hafa fengi nóg af tækirfærum til að spila sinn leik og vinna eitthvað.


Ef þessu yrði hagað svona myndum við hafa mót þar sem þrátt fyrir fá lið yrði nóg af leikjum og allir ættu séns á að sýna sig og sanna.



cucmaNi