Þannig er málið, að fyrir mánuði síðan keypti ég mér nýja tölvu sem ég setti saman sjálfur og allt í góðu. Allt virkar og hún er mjög hraðvirk og allt það.

En það er eitt sem er í ólagi, og það er(virðist vera) HDR kerfið í Source vélinni. Þegar ég fer úr myrku herbergi yfir í sólina þá lagast það ekki “smooth” heldur tekur kippi og blikkar.

Sama með vatnið, það kippist fram og til baka.

Ég er með nýjustu driverana, nýjasta DirectX, það er ekkert hitavandamál á neinu í tölvunni, ég er búinn að fikta með _allar_ hugsanlegar stillingar í bæði Control Panel fyrir kortið sjálft og í Video í HL Options.

Er þetta bara ég? Eða er þetta þekkt og er til patch eða eitthvað til að laga þetta?
Öll svör vel þegin.

Tölvan mín er:
WinFast N570SM2AA Móðurborð
AMD 4200+ SAM DualCore
2GB Kingston RAM
256MB Geforce 8600GT