Enn eitt onlinemótið að hefjast og það byrjar strax eftir LANmótið. Það verða mjög strangar reglur og öllum verður refsað jafnt fyrir brot á þeim, sama hvað lið heitir.

Allavega þá byrjaði ég á því að tala við Villa dezegno um síðu og hann var meira en fús til að gera hana og síðan er www.snidugt.com/league og ég vill þakka honum kærlega fyrir hana.

Það eru 4 lið skráð (ax cc zorf ninth) og mörg önnur lið við það að skrá sig. Ég ráðlegg leikmönnum að lesa yfir reglurnar og virða þær, þýðir ekkert að væla ef að manni er refsað fyrir reglubrot.

Ég er alveg uppiskroppa með nöfn á þetta svo að irc rásin er bara #onlinemot.

Ég spái því að það verði 4 riðlar með 4, 5 eða 6 liðum í en það væri frábært að ná að hafa 7 lið í hverjum riðli. Þetta verður spilað þannig að efstu tvö sætin í hverjum riðli fara í sér útsláttarkeppni fyrir tvö efstu sætin í hverjum í riðli og næstu tvö í aðra sér útsláttarkeppni o.s.frv. Ef að lið nenna þá verður spilað uppá hvert einasta sæti og ég tek frekar við liðum sem hafa verið til lengi og eru ekki að fara að hætta eða verða inactive heldur en nýjum liðum sem eiga líklega eftir að hætta eftir 1 mánuð.

þarf ekki að segja að skítköst séu óvelkomin vegna þess að þau koma samt en vinsamlegast reynið að sleppa leiðindum. Uss bara ef ykkur líst ekki á þetta

gl n' hf

Kveðja, Ívan