Eflaust margir hérna sem eru búnir að heyra um þetta mál og er ég búinn að vera að vafra á síðum til að finna út hvort þetta sé satt og hvort að fólki sé óhætt með kortin sín … En svona fyrir ykkur sem vita ekki skal ég úskýra …

Hakkari undir nafninu MaddoxX tilkynnti á anti-steam heimasíðu að hann hafi hakkað sig í gegnum steam og hafði komist yfir korta nr hjá fólki sem hafi verslað vörur í gegnum steam … Byrti hann til að byrja með upplýsingar um net-kaffi staði. Valve gaf upp fljótt þá yfirlísingu að brotist hafi verið í 3rd party server, sem sér um net-kaffi rukkanir. Því væri einstaklingarnir sem versluðu óhultir. Síðar meir kom MaddoxX “víst” með upplýsingar um kort sem verslaði í gegnum steam. Hef samt ekki séð þá yfirlýsingu. Þar sem síðan sem hann póstaði yfir var tekin niður.

Greinilegt að steam sé að elta hann uppi fyrir að brjótast inná 3rd party serverinn … En akkuru er síðan sem hann póstaði yfir svona “hentuglega” tekin niður, þar sem þú getur nálgast “flest” sem hann póstaði á öðrum síðum ?
Því hefur Valve ekki tilkynnt notendum steam frá þessu alminnilega, nema í einhverjum upplýsinga litlum pósti á steam forums ?

Hérna eru nokkrir linkar um þetta mál !!
http://www.dailytech.com/STEAM+Hacked+User+Credit+Cards+May+be+at+Risk/article6972.htm
http://www.1up.com/do/newsStory?cId=3158852
http://forums.steampowered.com/forums/showthread.php?t=554844

Allar aðrar upplýsingar um þetta mál eru vel þegnar !!
“No sense makes sense"