Óvenju leiðinlegt mál kom upp í byrjun vikunnar. Í ljós kom að meðlimur í NeF sem var tiltölulega nýgenginn í raðir NeF aftur eftir hlé var “detectaður” með svindl í PB í skrimmi við erlent klan. Þessi meðlimur var Shayan.

Í upphafi héldum við að um feik af hálfu erlenda klansins var að ræða, en með hjálp góðra manna (kærar þakkir zlave!) þá kom í ljós að svo var ekki. Mikil synd því Shayan er gæðablóð í alla staði.

Shayan er ekki lengur í NeF.

Það er alltaf ákaflega leitt þegar tilvik sem þetta kemur upp, og er þetta að mig minnir í fyrsta skipti sem NeF lendir í því að leikmaður reynist vera með svindl og þykir okkur þetta því ákaflega miður.

En fyrst þetta var raunin þá var aðeins eitt fyrir NeF að gera í stöðunni …

Ég hef í raun ekkert við þetta að bæta - en vildi koma þessu á framfæri þannig að gróa á leiti færi ekki hamförum næstu dagana og vikurnar.

Nöff said og vona að gróa þagni nú.

Fyrir hönd NeF,

[-=NeF=-]BenDover