Mér var sagt það fyrir svona mánuði að þegar maður er með flatskjá sem styður bara 75Hz sé maður bara með 75 fps í cs þótt það sýni 100fps.

Ég er með flatskjá og hann er í 75Hz, í CS er vertical sync alltaf AF/OFF. Þá sýnir cs að ég sé með 100fps.

Þess vegna segja margir að það sé best að vera með túbu skjá sem styður 100Hz og þá ertu virkilega með 100 fps.

Ég þurfti nátturulega að þræta fyrir þetta, þannig við fórum heim. Settum fps_max 101 Þá var ég með fps 100.. skaut á vegg þá skaut ég hratt. Lét fps_max í 75 prófaði að skjóta á vegg þá var það hægar og svona hikst ligguvið.

Er á 3700+(2.21ghz)
ATI Radeon Sapphire 850x Crossfire 256mb
DDR400 2gb.

Þannig ég held að það breyti engu, bara taka Vertical Sync af þá ertu með 100fps þó svo að þú ert með skjáinn stilltan í 60Hz eða 140Hz.

Endilega komið með ykkar skoðun, en engin skítköst ef ég er að hafa rangt fyrir mér.