Núna fyrir stuttu tilkynntu WCG að þeir muni nota CS 1.6 sem sinn aðal leik og slást þar með í hópin með CPL og ESWC.
Hingað til er DirecTV's CGS eina stóra mótið af þessum stærstu 6 til þess að nota Source sem sinn aðal leik en WSVG og Kode5 hafa enn ekki gefið það út hvað þeir komi til með að nota.

Það hefur verið hintað að því að WSVG muni koma til með að nota 1.6 og ef að svo gerist þá er búist við að þessi örfáu top lið í USA sem skiptu yfir muni ekki sjá hag sinn best settan í því að spila Source eingöngu árið 2007.

Þannig að CS 1.6 hefur gott sem verið gulltrygð forysta á árinu 2007 annað en sumir vildu meina.