Við í Cpl höfum ákveðið að breyta nafninu á claninu í “eXc” sem stendur fyrir “excessive” sem þýðir á íslensku “öfgakennt” sem kannski lýsir sumum meðlimum :)

Ástæðan fyrir þessu er aðallega útaf hinni þekktu keppnisdeild í skotleikjum, Cyberathlete professional league, (helvítis tag steal, djók) betur þekkt sem CPL.

Þar sem við í Cpl erum farnir að taka þátt í erlendum mótum og spila almennt við erlenda aðila þá gengur ekki að nota þetta tag vegna stöðugs ruglings og leiðinda sem fólk er með.

Ástæðan fyrir þessum korki er til að minnka álagið á mér að svara fólki á public hvort að cpl sé hætt eða hvort ég sé hættur í cpl. Ykkur er frjálst að tjá ykkur um þessi skipti hérna en öll neikvæð gagnrýni verður kæfð niður, til fjandans með málfrelsi. (djók)

Óli - eXc | jz0n
Grasshopper: Dude, you killed me with a flash grenade!