Jæja, nú eru Team-3D farnir yfir í Source.
Á eftir þeim fylgdu zEx og lang líklegast er að Complexity séu líka að skipta yfir í Source. (Mikið af rumors um það og hints frá coL|1 í viðtölum).
Evil Geniuses (Team-EG) eru einnig mjög líklegir til að skipta yfir af sömu ástæðum og coL sem ég nefndi hér að ofan.

Smá kenning hérna í lokin.

G7 sem er hópur af bestu liðum heims í CS 1.6, inniheldur þar á meðal coL, NiP, mYm.cs, SK og 3D
( og einhver fleiri ) Þessi hópur er oftast fyrstur til að fá að vita allt um nýjustu mótin og mótshaldarar ráðfæra sig mikið við þá. Þetta samband (G7) setur sig út á að vera rödd fólksins í counter-strike sem í þessu tilfelli þýðir bara eitt. Source er að verða að raunveruleika. Ef að einhver lið úr G7 eru að fara eða eru komin yfir í Source ( eins og er að gerast núna ) þá munu mótin í nánustu framtíð snúast um Source en ekki 1.6.

Annað til að styðja þetta er nýjasta keppnin sem er einmitt sjónvarpað. Man ekki nákvæmlega hvað hún heitir en fyrsta mótið þeirra var fyrir mörgum mánuðum og innihélt NiP, Jax Money Crew, coL og 3D. Þessu var öllu sjónvarpað hérna rétt fyrir áramót með nokkuð góðar undirtektir.

Málið er að þessi deild vildi halda áfram að kaupa 1.6 sýningarréttinn af Valve. Eða svo var sagt. Nema það að Valve neita að selja sýningarrétt fyrir sjónvarp af CS 1.6 til nokkurs mótshaldara. Hvað þýðir þetta? Eina útgáfan af counter-strike sem mun nokkurntíman verða sýnd í sjónvarpi er Source. Þar sem að það er takmark allra stórmóta, það er að segja að komast í sjónvarpið og auka vitneskju almúgans um “eSports”. Þar af leiðandi liggur það beint fyrir að öll mót munu skipta yfir í Source eingöngu MJÖG fljótlega.

Þetta er varla “kenning” meira svona staðreyndir og pjúra sannleikur.
Þar af leiðandi get ég fullyrt það að dagar 1.6 fara að verða taldir innan skamms. Ég gef þessu 3-6 mánuði áður en flestir eru búnir að skipta með góðu eða illu.

Getur vel verið að Íslendingar þrjóskist eitthvað við lengur en, let's face it. Það kemur að því að við neyðumst til að skipta.

Þess má geta að CEVO deildin í USA mun nota CS PRO MOD maps í counter-strike source deildina sína. Sem þýðir meira fps, betra gameplay og í rauninni bara 1.6 möp með betri grafík.