Alltaf þegar ég keyri eitthvað sem reynir á tölvuna, eins og nýja leiki osv. þá fæ ég oftast þetta helvítis blue screen upp sem hljóðar m.a. svona:

DRIVER_IRQL_NOT_LESS_OR_EQUAL

STOP: 0x00000001, 0x00000002, 0x00000000, 0xF76F8326


Þetta byrjaði eftir að ég setti ati x800 skjákort í tölvuna en það var nvidia kort í henni áður. Þetta var ekki fyrst eftir að ég skipt um kort, en síðan fór þetta alltaf versnandi.

Ég ætlaði að formatta tölvuna en þá kom þessi sami blue screen líka upp, þannig ég skipti yfir í gamla nvidia kortið og installaði driverunum uppá nýtt en þá kom blue screenið bara þegar ég var kominn lengra inn í formattið.

Kann einhver snillingur ráð?