Sælir, spilarar.

Mig langaði bara að benda ykkur á forritið Hamachi, sem er Virtual LAN. Það er ss. einn sem stofnar Virtual Network og hinir joina og þá úthlutar forritið öllum IP tölur (5.*.*.*). Eftir það getið þið stofnað LAN server og aðrir, sem eru á Hamachi networkinu ykkar, joinað LAN leikinn ykkar. Mögulegt er m.a.s. að sjá serverinn í LAN games.

Ég kynntist þessu forriti um daginn. Hafið þið eitthvað kynnt ykkur þetta? Þetta er algjör snilld.
Gaui