Ég var að spila á ‘Isnet - DustBowl only’ servernum og var í vörn. Bláir voru búnir að ýta okkur alveg að staðnum sem fáninn fer á í 3. hluta. Ég var einn af 4 engineerum í mínu liði og við vorum að byggja og upgrade-a byssunum. Bráðlega eru þær allar af bestu gerð. Bláir gera árás 3 til 4 í einu þannig að við erum aldrei í bráðri hættu, sumir fá á sig skot af og til en ekkert alvarlegt. Þar sem byssurnar voru allar fullar af skotum ákvað ég að ger við brynjur samherja minna fyrir næstu árás til að vera að gera eitthvað gagn. Eftir hverja árás geri ég við brynjur allra. Eitt skiptið sá ég að einn var farinn niður í 53% armor og ætlaði því, eins og góðum engineer sæmir, að laga hana. En í stað þess að hjálpa honum þá drap ég hann með skrúflyklinum; þetta var njósnari.
Samstundis byrjaði hann að hnakkrífast við þegjandi mig, segir að ég sé svindlari og ÉgVeitEkkiHvað af því að ég ‘sá í gegnum hann’. Ég segi að hafi ekkert vitað að hann hafi verið njósnari, ég ætlaði bara að gera við hjá honum. Ég fékk það þó á tilfinninguna að hann hafi ekki trúað mér.
Þegar sami hluturinn gerist í ANNAÐ sinn fer hann í vægast sagt MIKLA fýlu og bölvar mér í sand og ösku. Næst heyri að hann ætli að sjá til þess að ég verði _bannaður_. Þetta olli mér nokkru hugarangri, því fannst mér að ég ætti að skrifa þessa sögu.