Meðferðarstofnun í Amsterdam hefur opnað sérstaka deild fyrir þá sem háðir eru tölvuleikjum, og mun þetta vera fyrsta slíka meðferðardeildin í Evrópu. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir að þótt leikirnir líti sakleysislega út geti þeir skapað fíkn, rétt eins og fjárhættuspil eða fíkniefni.

Þegar hafa 20 tölvuleikjafíklar farið í meðferð á stofnuninni síðan í janúar. Þeir eru á aldrinum 13-30 ára. Sumir sýna fráhvarfseinkenni á borð við titring og svitamyndun ef þeir sjá tölvu.

www.mbl.is

Á þetta við um einhvern ykkar?