Jæja liðið mitt tSt skráði sig í þessa keppni svona aðeins til að geta spilað smá því við erum mjög inactive clan en við spiluðum í riðli 1. Í þessum riðli eru 4 clön tSt, wac, duality og md.
Riðillinn endar þannig að tSt, wac og duality eru öll jöfn á stigum og á þannig samkvæmt reglu Nr. 13 að spila upp á hver kemst upp úr riðlinum “regla Nr. 13 Ef 2 eða fleiri lið eru jöfn stiga verður hreinn/hreinir úrslitaleikur um hvort liðið kemst uppúr riðlinum. Best of 3 og þau möp eru: de_dust2, de_train og de_inferno.”.
Allt í lagi með það en svo fer ég að forvitnast um hvenar á að spila leikina og svona á rás hjá wac og svo á ras cs.onlinemótsins þá er allt í einu búið að stroka út reglu nr.13 án þess að útskýra mál sitt. Málið er það að í wac spilar admin í onlinemótinu og eftir minni bestu vitund hefur honum dottið í hug að reikna út roundin og sjá þannig að ef regla nr 13 myndi á óútreiknanlegan hátt hverfa þá myndi liðið hans komast upp úr riðlinum án þess að þurfa að spila upp á það.
Heppnir?
Nei þetta er fáránlegur klíkuskapur og reglurnar eru settar til þess að farið sé eftir þeim en ekki breyta þeim til þess að gera hlutina örlítið þægilegri fyrir sig og liðið sitt.
tSt sendir út hjálparkall og óskar eftir stuðning annara liða í cs.onlinemót keppninni um að segja sig úr keppninni ef adminar setja ekki inn reglu nr13 aftur. Takk fyri