Ég hef ekki tekið mikið eftir spreyjum á íslensku serverunum þannig að ég held að einhverjum ykkar vanti tutorial um að gera spray. Ég er búinn að gera milljón Blink 182 skinn á síðustu dögum (lærði þetta fyrir 4 dögum) og það er ekki mikið mál að gera spray.
Eins og margir vita þá er spray myndin í cs í pldecal.wad. Það er allt í lagi að overwrita þessa skrá eða stroka hana út því CS býr til nýja ef þú ferð í Customize.
Fyrst vantar þig forrit til að búa til .wad skrár. Ég nota Wally sem er fínt forrit: http://www.telefragged.com/wally

Nú ætla ég að segja frá hvernig maður býr til spray út jpg eða bmp mynd:
Fyrst af öllu: Stærð myndarinnar skiptir miklu máli, stærð myndarinnar verður að vera margfaldið (eða hvernig sem maður segir þetta) af 16, þ.e.a.s. Myndin má bara vera eitt af þessu á báða kanta (lárétt stærð og lóðrétt) : 16, 32, 48, 64, 80, 96, 112 eða 128. Og summan af lóðréttri og láréttri stærð myndarinnar má ekki vera yfir 10752. Þetta hljómar flókið en það er það ekki eftir nokkra daga. Besta stærðin á mynd er 112 x 96.
Það lítur út fyrir að vera pínulítið í Paint en það er risastórt inni í cs.

Til að converta bmp í wad:
Farðu inn í Wally og farðu í Wizard > HL Color Decal.
Veldu Half Life dirið og moddið sem þú vilt að fái sprayið.
Veldu svo File On Hard Drive og finndu mynd sem þú vilt converta.
Svo bara OK og fara í File > Save As og setja þetta einhvers staðar til að geyma það. (vegna þess að þegar maður convertar þá tapast gamla custom sprayið sprayið)

Gerið fullt af sprayum með myndum af uppáhalds hljómsveitunum ykkar og sprayið útum allt ;)