Sælar..

Þetta er orðið að ræmu. Ég lagði mesta vinnu í þetta til að byrja með þegar við vorum mest active og allir með blússandi áhuga fyrir þessu en það fór hægt og bítandi niður á við þannig að þetta verkefni hefur tekið sinn tíma bæði á hold og algeru hugmyndalaysi og kannski áhugaleysi að klára þetta bara. En… ég tók mig til í andlitinu um daginn og editaði þetta smá og endaði þetta basic style held ég bara.

Helgi blitz á mestar klippur í þessu enda sýndi hann mestann áhuga fyrir þessu ásamt mér, Tryggva swinger og Eida fatp en síðan þá hafa plön breyst mikið.. Þetta endaði á því að verða hraðara myndband en ég lagði upp með, þótt það sé ekki mikill hraði í þessu þannig :þ, veit bara að næsta sem ég geri verður hraði og sync út í gegn með meira af effectum.

Ég var ekki mikið að breyta codec, litum osfrv. frá því að ég byrjaði fyrir löngu löngu síðan þannig að ég held þessu bara fyrir þetta movie. Þegar ég byrja á næsta verður það að calibreita skjáinn, save'a liti og effecta sem ég nota á allt og almennilega stilltann codec sem ég er sáttur með áður en ég byrja. Annars er þetta soldið eins og að byggja hús á sandi.

Við erum snillingar í að vita ekkert hvað demó hétu eða var og ég einn að reyna specca milljón demó sem var ekki mikið að meika það þannig að ég hafði ekki mikið að vinna úr þannig. Svo í rauninni eru þetta bara 4 í liðinu sem eru með klippur. Þannig að þetta er kannski meira ég að læra á vegas og combustion frekar en eitthvað voðalegt fraggmovie, það er þá bara til böns af stöffi í volume. 2 einhvern daginn ;p vonandi að þið njótið bara.

Takk fyrir okkur, búið að vera geggjaðir tímar inná milli og svo þessir ágætu ;þ

Flite volume. 1

11mín 19sek.
xvid
396mb

Þakka diMians kærlega fyrir að hósta þetta og minni ég á að Deildin online er í fullum gangi, #Deildin - www.Deildin.Half-Life.is , og svo voru það 2 gæjar sem voru að specca demó fyrir Inga pollux fyrir löngu síðan sem mig minnir að voru Kano og Brynjar, ef Brynjar er ekki rétt verðuru að fyrirgefa en ég er búinn að steingleyma þessu, stendur allavega Brynjar í credit listanum :S.. þökkum ykkur fyrir kærlega.

ps. gætuð þurft að stilla contrast á skjánum hjá ykkur smá upp þar sem þetta renderaðist eitthvað öðruvísi en þau 600.000 skipti sem ég rendera.