Ég skrifa hérna örlitla grein um hvað ég er að upplifa því mér finnst ekki við hæfi að ræða þetta við vini þar sem ég á enga og hvað þá heimilislækni því ég veit ekki sjálf hvað er að.
Ég hef alveg átt svona frekar erfitt, mikið af áföllum þannig séð og sveiflum í tilfinningum. þetta byrjar allt fyrir 3 árum, var að labba með kærustu minni meðfram laugarveginum þegar ég rekst skindilega á þjónustu sem bauð mér uppá það að notast við internet og allskonar tölvuleikji. hafði ekkert betra að gera þar sem kærastan mín var að fara í hárgreiðslu og aflitun, svo ég áhvað að skella mer á þetta, tók upp þúsund krónur djöfullsins og tilti mér í leðurstólinn. Þar sat ungur maður ská á móti mér og bað mig um að koma í counter-strike, hefði aldrei heyrt um þann leik áður svo ég áhvað að spurjast útí hann og endaði með að ég var kominn á svo kallaðan server og var byrjaður að spila þennan blessaða leik. Líf mitt hafði breyst ég hafði kynnst einhverju sem ég hafði virkilega gaman af og ég varð svo ánetjaður á þessu að ég einangraði mig þarna, þúsund krónurnar flugu frá mer. Ég var þarna heilu sólarhringanna með mitt mounten dew, hangandi a server, mér hafði aldrei liðið jafn vel en samt saknaði ég einhverns og fór svo að reyna að gera grein á mínu lífi, hversu ömurlegt það væri, kærastan mín hafði farið frá mér, fólk nennti ekki að hanga hjá mér þar sem ég var þarna allan tíman, ég átti enga vini, hafði misst vinnuna mína, ég var núll. Núna í dag tek ég inn þunglyndis lyfið Aurorix, geng til sálfræðings og barnageðlæknis, ég geng ekki i framhaldskóla, bý einn í lítilli íbúð. Ég ætla hér með kenna Counter-strike um þar sem það hafði sterk áhrif á mig og deyfði mig félagslega. Ég er ekki að leitast hjálpar, bara aðeins að létta af mér og reyna að koma því fram hvernig þessi tölvuleikur hefur eyðileggja líf mitt.