Jæja, þá er maður búinn að vera lengi frá góðum tímum og getur maður ekki annað sagt en maður sakni stundum gullaraldartíma þessa magnaða leiks… Það sem að ég hef verið að pæla er, hvar haldið þið ykkur félagar ykkar núna og hvað eruði að gera?

Sjálfur er ég ekki búinn að spila þessa tölvuleiki líklega hátt í 1 og hálft - 2 ár… og er að æfa körfubolta í aðal bænum eða Selfossi, og er semsagt fluttur þangað og er á heimavistinni þar. Ég er ógeðslega svalur náungi og þið verðið ekki lengi að sjá það út ef þið sjáið mig einhverntimann uti að labba, ég er í rauðum, grænum eða svörtum bol.
´
Ég er orðinn 18 ára þannig ég er byrjaður að keyra bíl og svo fer ég líka í ljós til þess að halda taninu á rétta staðnum. Svo er ég líka ógeðslega góður að dansa og ógeðslega fyndinn náungi. Ég lifi og stend með lifstílnum “be the cool or be the phool” og eru einkunnarorð min ‘respect’ og ‘power’. Mig dreymir um að eignast hest og mér er oft kalt áður en ég fer að sofa.

Það væri gaman að heyra frá fleiri félögum fornra tíma og heyra hvað þeir séu að gera. Menn frá t.d Necro, Abeo, gRiD, SAH og allra þessara fornu fjanda yrðu vel lesin af mér.

Kveðja,
[.Abeo.]HitKillah - Árni Ragnarsson