Helló.

Ætla að taka mig til og spá fyrir um hvernig leikirnir munu fara í fyrstu umferðinni í iCUP en leikið verður í dust2 og þurfa leikirnir að fara fram fyrir sunnudaginn ef minnið svíkir mig ekki.

Skulum aðeins kíkja á þetta.

xray vs vx
Ég hef mikla trú á Doggy og félögum í xray og ég er nokkuð viss um að þeir muni valta yfir strákana í vx, held að þeir nái ekki meira en kannski 8 roundum gegn xray.

toB vs Ninjas
Hef ekki heyrt mikið um þessa toB gæja nema nafnið þeirra ef ég er ekki að klikka, “Turtles of Bamboocha” sem er náttúrulega flott nafn, en ég held að þeir verði engin hindrun fyrir Ninjas. toB fara í losersbracket.

demolition vs VON
Ef það er eitthvað sem þeir í VON ættu að gera, þá ættu þeir að taka Drake til fyrirmyndar og leggja þetta fallega clantag á hilluna.
VON í þessari mynd sem það hefur verið undanfarið, hefur ekki verið neitt nema skugginn af fyrri VON-veldum, þannig að demolition munu valta yfir þá.

celphtitled vs TSN
Veit lítið um bæði þessi lið, en samt er eitthvað sem segir mér að celph muni vinna þetta. Sack er hittinn skratti og hann getur gert allan andskotann á góðum degi og ég held að hann muni clutcha massíft.

Stasis vs dignity
Veit lítið um þessa dignity gæja, en hinsvegar veit ég slatta um þessa Stasis gæja. Ég er þess handviss um að druid og fyrrverandi ice súperstjarnan kaztro muni sjá um að slátra dignity og senda þér í losers bracket.

mta vs duality
Mig langar geðveikt að vera ekki fífl og spá fyrir um þennan leik, en ég ætla að vera fífl og segjast ekki spá fyrir um leikinn sem ég mun spila.

Sweet vs rws
Ansi hræddur um að þetta sé sterkasti leikurinn í annars slakri fyrstu umferð. rws hafa verið annálaðir í gegnum tíðina að koma á óvart, stundum eru þeir óstöðvandi og stundum eru þeir djók. Ég held að rws taki þetta með seiglu og awp hóreríi.

diG vs uC
Reynslan mætir unglambinu. Ég er 200% viss um að diG fari með sigur úr bítum og það yrði skandall ef uC myndu vinna þennan leik - en hvað um það, þeir eiga ekki séns :) diG munu senda uC í losersbracket og það vonandi að hætti diG, með stæl!