Afhverju reyna íslensk cs-lið ekki að komast inn á kortið í evrópu? Maður sér voðalega lítið til íslendinga í cup-um og öðrum keppnum.
Er internettengingin við Evrópu svona léleg? Hvað eruð þið með í ping á t.d. sænskum server?

Svo langar mig líka að vita hvort einhver lið séu með heimasíður? Er einhver heimasíða hönnuð bara fyrir íslenskt cs samfélag þar sem eru cuppar og sponserar og spjall?

Eins og heyrist kannski þá bý ég ekki á íslandi en ég hef mikinn áhuga á íslensku cs samfélagi.

Ég sá nefninlega að seven hafði huga.is/hl sem heimasíðu í SHG open. Why?

Þetta er mest bara forvitni og ég vona að einhver nenni að svara þessu og kannski segja mér eitthvað meira um cs á Íslandi.