Jæja, núna er lanið á enda… Eins og flestir vita þá fór það nokkuð illa vegna rafmagns og allt of littlum tíma. Flestir borguðu, og ég er nokkuð viss um að það voru bara nokkrir sem að sluppu, ég vil þó ekki nefna þá vegna þess að ég sá ekki frá hverjum seven og diG söfnuðu. Ég vil segja öllum að ég er alls ekkert að deyja úr skuldum þar sem að ég átti einhvern pening á bankabók og vegna peningsins sem að seven og diG söfnuðu þá náði ég að borga húsið, nokkra switcha sem að var stolið og svo borðin/sendingarkostnað. Ég vil þó segja að það er 100% að einhver hefur stolið hátt upp úr 100.000 krónum úr rauða boxinu þar sem að þar átti að vera 200.000kr þegar að ég fór í mína svokölluðu ferð sem að ég útskýri seinna. Þegar að ég fékk boxið voru hins vegar bara 120.000kr þar og reikna ég með að það hafi verið mest frá því sem að seven og dig söfnuðu, öllum músunum sem að tölvuvirkni sponsoraði upp á 70.000kr var einnig stolið ásamt músinni minni og dimians.

Ég vil byðjast fyrirgefningar á þessu kaosi, en ég mun gera þetta upp fyrir ykkur og þetta er alls ekki búið, ég fór af þessu lani með mikla reynslu og þekkingu um hvernig að ég get gert næsta lan mun mun betra og ég er alls ekkert hættur vegna þess að þetta fyrsta mistókst. Þið getið reiknað með online móti með ca. 25.000kr í fyrstu verðlaun ásamt einhverju smátteríi fyrir annað sætið á næstu dögum. Og svo eftir að skjálfti er búinn mun ég mun líklega reyna við 32 liða online qualifier þar sem að 16 liðin sem að komast upp úr sínum riðli fá möguleika á að koma á lanið og fyrsta sætið fær frítt inn á lanið.

Ég vona að fólk geti fyrigefið mér þetta mót og skráð sig í online mótið þegar þar að kemur og svo qualifierinn fyrir lanið. Meira info kemur um það seinna strax og ég fæ net í nýja húsnæðið mitt.

Í kring um fjarveru mína frá 17:30 á laugardegi - 23:30, þá er heljarinnar saga á bakvið það og byrjaði hún með því að kókið/nammið var að klárast og ákvað ég þá að fara í bónus og kaupa meira. Það var enginn rigning þegar ég lagði af stað, en þegar að ég var kominn á götuna frá afleggjara valsheimilisins byrjaði að rigna og rúðuþurkurnar á bílnum mínum eru bilaðar en ég ákvað að halda áfram og þegar að ég var kominn svolítið áfram byrjaði einfaldlega að demba og keyrði ég út af og var á milli akreina, sem sagt grasi sem að er á milli áfram og bakaleiðinni, ég náði þó að redda mér inná götuna aftur en bara rétt framhjá jeppa sem að var við að keyra á mig. Ég keyri síðan áfram blindandi, reyni þó að fylgja ljósunum fyrir aftan mig, síðan er ég kominn á reykjarnesbrautina sem að leiðir í garðabæjinn og þegar að ég reyni að keyra upp á götuna inn í kóparvogin þar sem að ég þarf að beygja yfir brú misreikna ég enn einu sinni og keyri á miðjuna á akreininni og aðreininnni út af akreininni sem að ég hafði verið keyrandi meðfram og núna koma steinar á miðjunni og þurfti ég að beygja harkalega til vinstri og niður smá hæð, þar sem að ég klessti á jörðina. Þá stoppa ég aðeins á grasinu og lýt á bílinn og slapp ég all svaðalega, ég stoppa aðeins og róa mig niður, keyri síðan áfram í garðabæ því að ég hafði engan möguleika á að snúa við, ég beygi strax og ég get til hægri og inn á bensín stöð og ætlaði að bíða eftir að rigningunni myndi létta, en sofnaði og vaknaði ekki fyrr en kl 23:00 þar sem að ég flýti mér auðvitað á lanið. Var kominn þangað 23:30 því að ég keyrði ennþá hálfblindandi í þó aðeins minni rigningu. Þegar að ég er kominn að ljósunum sem ða ég keyri inn á götuna sem að leiðir á aðreinina til valsheimilisins og keiluhallarinnar í öskjuhlíð þá stoppar fíkniefnalöggan mig á silvurlituðum skóda og sest ég inn í bílinn hjá þeim allur skjálfandi úr kulda og hafði aðeins sofið í 4 tíma seinustu 3 nætur. Þeir höfðu þó séð mig kaupa fjöltengin og trúðu strax sögunni minni og keyrðu mig síðan beint í valsheimilið, einn af þeim keyrði bílinn minn. Þeir ákváðu að sleppa mér í þetta skiptið því að ég var auðvitað óhæfur til aksturs. Ég hljóp inn og fékk auðvitað sjokk þegar að ég sá að aðeins svavar og einhver 2-4 lið/nokkrir aðrir einstaklingar, ég fer auðvitað beint að taka til og geri ég það í ca. eina klst og reyni að fá svavar corey, sveppz og audda vin hans svavars sem að áttu að kallast adminar til þess að hjálpa mér við það en það kom í ljós að það var alls ekki hægt að stóla á þá þegar að svavar neitar að hjálpa mér nokkuð bæði um kvöldið og aftur um morguninn, ég er því einn frá ca. 24-01 að taka til þar til að ég sofna á gólfinu og vakna aftur kl 05:00 og byrja að taka til, þá hjálpar mér einhver einn þáttakandi sem að ég man ekki nafnið á ásamt schism úr demo, hann hjálpar mér í ca. 14:00 þangað til að hann fer með rútunni til akureyrar. dimians kom síðan kl 14:00 og skúraði til 17:00 með mér, þá var gólfið tilbúið eftir að ég hafði verið í 13 tíma að taka til.

Ég vil ekki að fólk vorkenni mér þar sem að allt í allt fagna ég þeirri reynslu sem að ég fékk í þessu móti og sá hve margir stóðu við mig þrátt fyrir hve illa þetta fór. Ég vil sérstaklega þakka gaulza(hetju), namano(hetju), harryEMPROR(hetju), shism(dýrlingi), comma(dýrlingi), dimians(sjoppukjell) ásamt eriki og stebba RAFMAGNSSÉRFRÆÐINGUM fyrir að nota alla helgina í að hjálpa, svavar ef að þú ert að bíða eftir einhverri þökk fyrir að hafa spilað sem láner með GU og sett upp dc höbb á laugardagsnóttina þegar að ég bað þig um að drulla þér út úr húsinu(þú ákvaðst að svara: hvað ætlaru að gera í því?), þá geturu farið í rassagat því að þú færð enga þökk fyrir að hafa gert svo lítið sem ekkert þrátt fyrir að hafa lofað að vera þarna og vera hægri hönd mín, þú ert hérmeð bannaður á öllum framtíðar lönum og keppnum gamers.2tm.

Ég þakka bara fyrir mig og vona að ekki of mörgum langi til þess að lemja mig vegna þessa 3.500kr sm að þurfti að borga inná þetta mót :).
#clan-oasis