Vegna nokkurra kvartana hef ég ákveðið að skrifa hér smá um hvað admin gerir á áhugamálum.

Admin sér um allt áhugamálið, hann sér um að samþykja efni eins og greinar, myndir, kannanir og tengla. Einnig sér hann um korkana á áhugamálinu. Korkarnir á þessu áhugamáli eru eftirfarandi.

Counter-Strike Source
Á þeim korki kemur allt sem tengist CS:S og EKKERT annað, hjálparþræðir og annað á þeim korki verður eytt.

Counter-Strike
Á þeim korki kemur allt sem tengist CS við, hvort sem það sé cs1.0, 1,3, 1,6 og svo framvegis. Spurningar og hjálparþræðir eiga EKKI heima á þessum korki og verður því tafarlaust eytt.

Day of Defeat
Á þessum korki geta notendur sent inn þræði sem tengist DOD öðrum póstum eins og hjálparpóstar og annað slíkt verður tafarlaust eytt.

Half-Life 2
Á þessum korki geta notendur sent inn efni sem tengist HL2, hjálparpóstar eða annað tengt því eiga ekki heima á þessum korki og verður því eytt.

Hitt og þetta
Hér geta notendur sent inn þræði sem kannski tengjast ekkert neinu að ofanverðu en samt áhugamálinu á einhvern hátt, eins og t.d. afmælispóstar, GG's póstar og svo framvegis. Hjálparpóstar eiga þó ekki heima þarna og því verður þeim tafarlaust eytt.

Hjálp
Persónulega uppáhalds korkurinn minn, hvað ætli að eigi að fara í hann? Jú það var rétt hjá þér SPURNINGAR OG HJÁLP jú góðir notendur nú kannski vitið afhverju öllu sem tengist hjálp á hinum korkunum sé eytt, það á heima hér.

Natural Selection
Á þessum korki á allt sem tengist NS að koma fram, öllu öðru eins og hjálparpóstum verður eytt.

Worldcraft
Hér á þessum kork geta menn talað um mapping fyrir modd, annað eins og hjálparpóstum og eitthvað tengt því verður eytt.


Vonandi gefur þetta einhver svör fyrir ykkur notendur og ástæðan afhverju ég set þetta hér er vegna þess að í morgun kom þráður sem var að spurja afhverju póstum sé eytt.

Eitt enn. Ef þið hafið eitthvað á móti mér sem stjórnenda getiði sent email á vefstjóra Huga vefstjori@hugi.is og sleppt því að nöldra á korkunum,

Takk fyrir.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius