Ég á ekki til orð…. yfir þroskastigi og þessari krossferð Íslendinga eða, flestra Íslendinga sem spila þennan leik og hafa tekið virkan þátt í Huga/hl samfélaginu núna seinustu 1-2 daga.

Rangt? Kannski, bíðið aðeins áður en þið farið að dæma þetta. Meginmálið er þetta:
Duality vs Rex leikurinn sem átti sér stað fyrir ca. 2 dögum frá og með í dag.

Nú tala ég, hvort sem ykkur líkar betur eða verr, hvort sem þið trúið mér eða ekki, alveg hlutlaus um þennan ,,skemmtilega“ tilfinninga leiðindagír sem fólk er greinilega að skipta í.
Ég ætla reyndar ekki að fara út í einhver smáatriði í þessum litla pistli mínum. Ef að þið hafið áhuga á því að lesa um leikinn þá legg ég til að þið hættið að lesa og scrollið aðeins niður í korkunum þar sem þið ættuð að geta fundið 20-30 stk. af póstum um leikinn.

Ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega í leiknum. Það eru tvær hliðar á öllum sögum hvort sem það er frá liðsmönnum Rex eða nýáunnum erkifjendum sínum Duality. Allir sáttir? OK.

Það sem fólk er algjörlega að gleyma eru mannasiðir, kurteisi og virðing fyrir því fólki sem leggur tjah, eftir minni bestu vitund hart að sér við að halda uppi hverskonar deild í þessu samfélagi. Halda utan um lið, upplýsingar o.s.frv.

Ég bókstaflega vorkenni honum Arnóri (crasher) head-admin og stofnanda í Gamers.2tm keppninni (eftir því sem ég best veit) eftir síðustu daga og skil í rauninni ekki afhverju í fjandanum hann hætti einfaldlega ekki með þessa deild sem hefur gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig fram að þessu…
Ekki það að hún ætti ekki að hafa haldið áfram að ganga þannig, en nei… Ekki í íslensku samfélagi.

Ein spurning til nokkurra ónefndra einstaklinga sem tóku þátt í að svara einhverjum af korkunum hérna fyrir neðan gæti hljóðað einhvernvegin svona:
,, Nokkrir einblíndu á að gera ”korka" á Gotfrag.com sem er nokkurskonar risa forum fyrir CAL-i, CEVO, CAL-Razer etc. etc. AMERÍSKA spilara og aðdáendur. Nú spyr ég, það er skýrt tekið fram í reglum Gamers.2tm að það er farið eftir ClanBase ( EURO )reglum. Hvernig dettur fólki í hug að fara á “forum” fyrir ameríska
spilara og spyrja að einhverri svona spurningu sem gæti ekki mögulega tengst þeim á nokkurn hátt og þeirra reglum á annan en það að þarna eru álíka margir hálf-vitar og eru hér á huga sem að svara jafnvel ennþá verr. "

Getur einhver gefið mér dæmi um að fólk hafi risið upp á móti LAN/Online deild í útlöndum í einhverju svona dispute, ( s.s. sem inniheldur nákvæmlega svona t.d. flass undir kassa í nuke, ekki eitthvað annað sem tengist þessu ekkert )
og að einhver admin hafi haft fyrir því að hlusta á þetta fólk… Jæja, gæti svosem hugsast að það hafi gerst einhversstaðar í Bólivíu en það breytir því ekki að… Stofnandi, stjórnandi, eigandi þessarar tegundar af keppni, móti eða einhverju álíka á alltaf síðasta orðið. Fyrir fólki á orð stjórnanda að vera eins og orð guðs ef að þú trúir á hann.
Ekki útaf því að hann er betri eða vitrari en þú. Hann gæti verið versta fífl þessvegna ( no pun arnór :) ) en það breytir því ekki að fólk á að hlusta á mann sem leggur mikið af sínum frítíma í að halda uppi deild tölum etc. etc. til að fólk geti spilað leiki sem er gaman að horfa á. Án þess að hópast upp og gera óþarfa rassíu úr þessu.

Þessi póstur er engan veginn beint að duality eða rex eða að “hagsmunum” þeirra. Heldur er ég einfaldlega að reyna að lýsa því yfir hvað ég er orðlaus á ruglinu sem vellur upp úr landanum.

Þetta er ekki umræða um leikinn… þ.e.a.s. sleppið því að kommenta um leikinn vil fá smá umræðu um þetta rugl sem hefur verið í gangi gagnvart stjórnendum þessarara keppni.

Mitt eigið álit er að hann ætti að leggja þetta niður STRAX, horfa á fólk væla og væla um að einhver ætti að koma með deild og slá þetta sama fólk svo í framan með blautri tusku og segja: ,, Ekki séns að ég standi í einhverju þvíumlíku bara fyrir það eitt að þurfa að hlusta á dónaskap og yfirgengni í fólki eins og ykkur"

Þessu fólki þarf greinilega að kenna eins og hundum… Arnór þú hefur minn stuðning.

Takk fyrir lesturinn ef að þið eydduð tíma það.

Þeir taka þetta til sín sem vita upp á sig sökina, restinni þakka ég fyrir kurteisi gagnvart öðrum hugurum hvort sem að þið voruð með eða á móti ákvörðuninni sem tekin var á endanum í sambandið við leikinn.