Ég vil byðjast fyrirgefningar á að hafa ekki skrifað úrlitin af 3. umferð og spá 4. umferðar, en raunin er að ég var búin að skrifa heljarinnar frétt, með öllum úrslitum, spá og meira að segja extra report af leik mta og noname, en ég var það ótrúlega vitur að clicka óvart á aðra síðu inni í favorites, sem gerði það að verkum að allt það sem að ég hafði skrifað deletaðist, en nóg um það.

Nú er komið að 5. og seinustu umferð riðlanna, en fyrst, hér koma úrslit 3. og 4. umferðar:

úrslit:
————————–
luftmave vs. duality: 10-20
froftur vs. sweet: 30-0
vx vs. d2b: 0-30

luftmave vs. sweet: 30-0
froftur vs. vx: 30-0
duality vs. d2b: 19-11
————————–

NoName vs. mta: 6-24
fusioN vs. hyper: 20-10
geaRed-Up vs. rex: 0-30

NoName vs. hyper: 14-16
fusioN vs. geaRed-Up: 20-10
mta vs. rex: 17-13
————————–

eCCo vs. Mort: 0-30
flite vs. six: 19-11
pixel vs. xCs: 7-23

eCCo vs. six: 0-30
flite vs. pixel: 30-0
Mort vs. xCs: 8-22
————————–

aPi vs. dunG: 18-12
GD vs. rws: 16-14
lastgang vs. KotR: 3-27

aPi vs. rws: 0-30
GD vs. lastgang: 30-0
dunG vs. KotR: 14-16

Eins og þið sjáið þá enduðu margir leikir því miður með forfeits því að fólk hafði ekki lið á réttum tíma. En núna er komið að spá fimmtu og seinustu umferð riðlanna, hérna kemur hún svo:

Spá:
————————–
A Riðill:

luftmave vs. d2b:
Þetta er án efa réttasti riðillinn, þar sem að sweet hefur ákveðið að hætta, en þetta eru þrátt fyrir það 2 jöfn lið sem að eru í bæði öðru og þriðja sæti. Lið luftmave er þó aðeins sterkara með menn eins og mex, centrax og edderk spilandi með þeim ættu þeir ekki að eiga í neinum vandræðum með lið d2b.

luftmave vinnur 19-11.

froftur vs. duality:
Þetta er botliðið á móti topliðinu þar sem að duality stendur stöðugt á fyrsta sæti riðilsins á meðan froftur er í 4. sæti, aðeins yfir sweet og vx sem eru bæði hætt. Þetta ætti ekki að vera erfiður fyrir lið duality sem fór létt með bæði d2b og luftmave í seinustu tveim umferðum.

duality vinnur 22-8.

vx vs. sweet: 0-0:
Bæði lið þessa leiks eru hætt.

————————–
B Riðill:

NoName vs. rex:
Þetta er án efa leikurinn uppá 2. sætið, þar sem að rex hefur þó ennþá möguleika á að hreppa 1. sætið frá mta með win í þessum leik sem verður þó að vera tiltörulega stór sigur því að þessi riðill á án efa eftir að skerast á score töflunni. rex hefur þó sýnt mun sterkara spil heldur en noname sem hefur tapað á móti bæði mta og hyper á meðan rex rétt svo tapaði á móti núverandi sterku mta liði.

rex vinnur 17-13.

fusioN vs. mta:
Þetta er einfaldlega must win fyrir mta, á meðan fusioN hafa tapað öllum séns á að komast upp úr riðli. Þetta verður án efa léttur leikur fyrir mta, spurningin er bara með hve mörgum roundum þeir vinna, því að roundin skipta án efa máli.

mta vinna 24-6.

geaRed-Up vs. hyper:
Þetta verður léttur leikur fyrir sterkt hyper lið sem hefur sýnt ótrúlega óstöðugt spil seinastliðna daga með win yfir bæði mta og noname, en hins vegar tap á móti fusioN. Lið geaRed-Up hefur hins vegar tapað öllum leikjum sínum og ég reikna ekki með að þessi leikur verði endir á martröðum þeirra :).

hyper vinnur 20-10.

————————–
C Riðill:

eCCo vs. xCs: 0-30
eCCo er hætt sem þýðir að xCs vinnur á forfeit.

flite vs. Mort:
Þetta verður léttur leikur fyrir sterkt flite sem hefur sýnt frábært spil á síðastliðnum dögum. Mort hefur ekki sýnt góða takta í þessu móti með tap á móti öllum liðum riðilsins fyrir utan pixel.

flite vinnur 22-8

pixel vs. six:
pixel situr á seinustu sætum riðilsins með mort á meðan six er þó ennþá með í baráttunni um fyrstu tvö sætin.

six vinnur 18-12.
————————–
D Riðill:

aPi vs. KotR:
En og aftur er lagt út með frábærum leikjum í d riðli. aPi neyddist til þess að forfeita seinasta leik á móti rws, en þeir ættu að koma sterkir út í þennan leik á móti KotR, sem vann lítin sigur á dung í seinustu umferð. Ég reikna með erfiðum leik fyrir bæði lið, í leik sem getur léttilega farið á báða vegu.

leikurinn endar í jafntefli: 15-15

GD vs. dunG:
dunG hefur misst nokkra góða leikmenn, eins og til dæmis primate sem fór yfir í kotr hér um helgina. GD hefur hins vegar sýnt frábært form yfir alla keppnina, og held ég að þeir haldi áfram að sýna gott spil í þessum leik.

GD vinnur 19-11.

lastgang vs. rws:
lastgang hefur tapað öllum leikjum sínum, hins vegar hefur rws sýnt hvað þeir geta og liggja þeir á fyrsta sæti riðilsins, með GD og KotR rétt á hélunum, sem þýðir að rws þarf að vinna stórt ef að þeir ætla áfram.

rws vinnur 20-10.
————————–
endilega pm-a mig(crasheR) um tímasettningu og server ca. 10 mínútur fyrir leik, þá hendi ég hltv inn og set leikinn í topic + auglýsi á #gamers.2tm (aðalleikina auglýsi ég einnig annars staðar).
#clan-oasis