Eins og flestir vita þá gerði ég spá hérna fyrir nokkrum dögum um fyrstu umferð í keppni #gamers.2tm. Hérna koma svo úrslitin + spá mín um fyrstu umferð í svigunum.

luftmave vs. froftur: 26-4 (luftmave vinnur 20-10)
vx vs. duality: 14-16 (duality vinnur 19-11)
sweet vs. d2b: 20-10 (spáði ekki um þennan leik)

NoName vs. fusioN: 26-4 (NoName vinnur 24-6)
geaRed-Up vs. mta: 7-23 (mta vinnur 21-9)
hyper vs. eScape: 19-11 (hyper vinnur 17-13) - þar sem að eScape eru hættir fá vinna hyper leikinn fá hyper auðvitað 30-0 í stað 19-11.

eCCo vs. flite: 14-16 (eCCo vinnur 18-12)
pixel vs. Mort: ekki kominn með úrslit (Mort vinnur 17-13)
six vs. xCs: 14-16 (six vinnur 16-14)

aPi vs. GD: 14-16 (GD vinnur 16-14)
lastgang vs. dunG: 6-24 (dunG vinnur 25-5)
rws vs. KotR: 20-10 (rws vinnur 16-14)

Eins og flestir sjá hitti ég frábærlega á flesta leiki, eiginlega alla nema eCCo vs. flite þar sem að flite kom verulega á óvart og vann leikinn. Hins vegar voru líka leikir eins og leikur six og xCs sem ég hafði í rauninni sagt að hefðu getað endað báða vegi sem fóru 16-14 til xCs í staðinn fyrir 16-14 six í hag. Svo verð ég líka að segja: HA! HA! því að allir höfðu spáð á móti mér í rws leiknum :).

En núna er 2 lota riðlanna byrjuð og hérna kemur hún:


Spá:
——————————–
A riðill:

luftmave vs. vx:
Luftmave gerðu það gott á móti fróftur með því að hreinlega ganga frá þeim 26-4, þar sem að vx voru minna góðir á móti lítið þekktu duality liði. Ég reikna með að luftmave verði einfaldlega of stór munnfyllir fyrir vx.

luftmave vinnur 21-9

froftur vs. d2b:
Þar sem að þetta er mitt eigið lið vil ég ekki spá í kring um þennan leik, en ég reikna með léttum sigri d2b.

duality vs. sweet:
duality kemur inn í þennan leik eftir sigur á vx á meðan sweet koma inn í leikinn með sigur á d2b þar sem að þeir fengu gullt spjald fyrir notkun tveggja lánera/spilara sem voru ekki skráðir. Þeir fengu sjens þrátt fyrir að hafa átt að tapa leiknum 30-0 því að notkun tveggja leikmanna þýðir rautt spjald, en eins og ég sagði fengu þeir sjens, og sluppu með gullt spjald, sérstaklega vegna þess að það hefði litið ílla út af minni hálfu þar sem að ég ætti í rauninni ekki að taka þátt í móti sem ég er sjálfur að stjórna. En sweet eru þrátt fyrir það mun betri heldur en duality.

sweet vinnur 22-8

——————————–
B riðill:

NoName vs. geaRed-Up:
NoName gjörsamlega rústuðu fusioN í 1. umferð, á meðan geaRed-Up var hins vegar rústað af mta sem eru án efa metið sem besta lið riðilsins, þrátt fyrir að hafa misst gollta til seven fyrr í vikunni. Ég reikna með stórsigri NoName sem eiga erfiða leik í næstu umferð um 1. sæti riðilsins.

NoName vinna 22-8

fusioN vs. eScape: 30-0
eScape eru hættir sem þýðir að fusioN vinna 30-0 á forfeit.

mta vs. hyper
mta gerðu það frábærlega í fyrstu umferð með því að gjörsigra geaRed-Up 23-7 á meðan hyper unnu ágætan sigur á eScape. Ég reikna þó ekki með erfiðum leik fyrir mta þar sem að ég hef ekki séð mikið af hyper nýlega.

mta vinna 19-11

——————————–
C riðill:

eCCo vs. pixel:
eCCo koma inn í þennan leik með tap á móti flite sem er án efa súrt fyrir lið sem á pappíri hefði án efa átt að leika sér að flite, pixel hef ég séð lítið af, en það sem ég hef séð er ekki það besta sem ég hef séð, þannig að ég reikna með stórsigri eCCo sem ættu að vera blóðþyrstir eftir að hafa tapað fyrsta leiknum.

eCCo vinnur 24-6

flite vs. xCs
Þetta er er án efa leikur um annað sætið, þannig að ég reikna með mikilli baráttu frá báðum liðum, en ef að flite sýnir það sama í þessum leik og þeir gerðu á móti eCCo ættu þeir ekki að fara erfitt með lið xCs.

flite vinnur 18-12

Mort vs. six
Lítið annað að segja en að six eru einfaldlega einu stigi betri heldur en Mort.

six vinnur 22-8

——————————–
C riðill:

aPi vs. lastgang :
Þetta er það sem ég myndi kalla botnuppgjör í þessum riðli, þar sem að bæði lið koma inn í leikinn með eitt loss á töflunni, ég reikna þó með stórsigri aPi í þessum leik þar sem að lastgang eru ekki þeir sterkustu þegar að litið er á staðreyndirnar.

aPi vinnur 21-9

GD vs. KotR:
Þetta verður án efa hörku leikur, þar sem að 5 lið eru að keppa um fyrsta og annað sætið í þessum riðli myndi ég verða vonsvikinn ef að bæði lið myndu ekki gera sitt allra besta í þessum leik. Ég held þó að KotR verði aðeins betri heldur en GD í þessum leik, en þetta er leikur sem gæti farið á báða vegu þar sem að GD kemur inn með gott win á móti aPi en KotR hins vegar með stórt tap á móti rws.

KotR vinnur 16-14

dunG vs. rws:
Lagt er upp í frábæran leik hérna á milli tveggja góðra liða, annars vegar rws sem sýndu frábæra takta á móti KotR og hins vegar dunG sem gersamlega hóðnauðguðu lastgang 24-6 í seinustu lotu. Ég reikna þó með sigri rws í þessum leik, en þetta er án efa leikur sem gæti farið á báða vegi.

rws vinnur 16-14

Ég vona að þessi spá hitti jafnvel og sú seinasta, við verðum bara að bíða og sjá til :).

——————————–
Ef að fólk vill fá hltv á leikina verðiði að tala við annað hvort mig(crasheR) eða diminans.
Vil einnig hvetja fólk til þess að vera á #gamers.2tm svo að fólk þurfi ekki að leita um allar trissur af mótstæðingum.
#clan-oasis