Halló!

Spurningar sem hafa verið að berast á mig núna í gær og í dag hafa verið margar, algengasta spurninginn er “Afhverju að taka inn goltta, þegar CritiCal er mikið betri?”

Ég vildi óska að hlutirnir væru eins einfaldir og þetta, en þeir eru það ekki.

Horfum bara á þetta svona, ég lýt á CritiCal sem mjög reyndan spilara og ég virði hann sem félaga og einstakling, ég veit að tæknilega stungum við hann frekar harkalega í bakið á að gera þetta, en þetta var nauðsynlegt fyrir liðið.

CritiCal er líka mun betri en goltti í cs en getur líka verið mjög erfiður eins og ég sjálfur, við vorum ekki oft sammála um hlutina og flestir voru ekki að fá að spila eins og þeir vildu vera að spila þegar CritiCal var í liðinu, við fórum að hugsa hvað væri að, við reyndum _ALLT_ til að laga þetta og reyna gera playing style “fullkomið” en það voru alltaf litlar holur sem ekki var að hægt að fylla uppí með CritiCal í liðinu.

Ég held ég tali fyrir alla meðlimi seven þegar ég segi að CritiCal sé mun betri en goltti gamewyze, en kemeztrýan sem kemur frá goltta leiðir það að við munum vonandi spila betur og nota þann spilastíl sem við viljum nota.

Næstu vikur munu fara í það að koma goltta inní liðið, kenna honum það sem hann kann ekki og “þjálfa” hann upp í að komast á sama level og CritiCal og við hinir höfum náð.

Afhverju tókum við ekki einhvern reyndari spilara inn?

Svarið er einfalt,

Gaur með enga reynslu hefur engar væntingar til liðsins og vill ekki ráða neinu og gerir það sem honum er sagt, þægilegt ekki satt fyrir okkur? jú.

Sama kom upp þegar við tókum inn mex, “Afhverju mex þegar það eru mikið fleiri betri?”

Þegar mex kom fyrst inní liðið talaði hann ekki lítið sem neitt og hlustaði alltaf á plön og gerði alltaf allt sem við sögðum honum og tæknilega þróaðist spilastíll hans í kringum okkar spilastíl á notime, hann var ekki vanur neinu flóknu svo þetta var mjög gaman og krefjandi fyrir okkur að plana og þannig.

Núna í dag 2 mánuðum eftir að mex kom í seven.cs, er hann líklegast einn af bestu spilurum sem ég hef spilað með, ef ekki bara sá besti og verður alltaf betri. Hann talar mikið og er active að gera nýja hluti og þróa spila stílinn, sem er það sem þarf til að vera góður í cs.

Það sama ætlum við að reyna gera með goltta, þróa spilara sem hefur ágæta reynslu á að spila, hittir vel, þyrstir í að verða bestur og hefur nógan tíma.

Við ætlum að byrja strax að æfa núna um helgina og ætlum að taka lan og kynnast goltta betur og reyna hafa gaman.

Þið fáið svo að sjá afraksturinn á Skjálfta og komandi mótum.

Ég vona að þið skiljið þetta og takið vel í þetta, því núna á næsta ári fara hlutirnir að gerast hjá okkur og það verður mikið að gerast sem verður bæði gaman fyrir okkur og ykkur!

Ég vil þakka Dóa fyrir góða leiki og biðja hann fyrirgefningar fyrir þessa illu meðferð og í leiðinni vil ég bjóða Steina velkominn í seven.cs.

kveðja,