Eins og flestir vita þá byrjar fyrsta umferð í keppni #gamers.2tm í dag og á morgun. Liðin verða að ákveða það sjálf og pm-a mig með tímasettningu. Ég hef ákveðið að spá fyrir leikjum fyrstu umferðar og mjög líklega öllum leikjum sem að mér gefst færi á.

——————————
A riðill:

luftmave vs. froftur:
luftmave er nýtt clan en með þekkta leikmenn úr klönum á borð við shockwave og seven, ætti fólk ekki að undirmeta þá. Froftur er hins vegar mix team sem ég hef aldrei litið upp til, þeir þurfa því að draga kanínu upp úr vösum ef að þeir eiga að hafa möguleika á að vinna luftmave.

luftmave vinnur 20-10

vx vs. duality:
Þetta verður erfiður leikur fyrir bæði lið, því að vx og duality eru mjög svipuð að mínu leiti. En þegar að litið er á þá staðreynd að vx hafi nýlega misst nokkra af þeirra stofnleikmönnum þá held ég að duality ættu að geta tekið þennan leik án þess að hafa of mikið fyrir því.

duality vinnur 19-11

sweet vs. d2b:
Þar sem að ég er leikmaður í d2b get ég ekki spáð fyrir þessum leik. Get ekki sagt annað en að þetta verður hörkuleikur þar sem að svipuð lið eiga að.

——————————
B riðill:

NoName vs. fusioN:
Það er stór klassa munur á þessum liðum, NoName verður einfaldlega of stór munfyllir fyrir fusioN.

NoName vinnur stórt 24-6

geaRed-Up vs. mta:
mta eru ný komnir með solid lineup á ný, en þrátt fyrir þá staðreynd að þetta sé nýtt lineup þá eru leikmenn liðsins einfaldlega bara mun betri heldur en leikmenn geaRed-Up.

mta vinnur stórt 21-9

hyper vs. eScape:
Mér sýnist hyper vera dálítið inactive, en þrátt fyrir það þá veit ég hvað þeir geta og reikna ég með að þeir verði einni tönn betri heldur en eScape sem eru ágætlega nýtt clan sem eiga eftir að sanna sig, þetta ætti að vera spennandi leikur sem að hyper vinnur á seinustu roundunum, maður getur þó ekki lokað fyrir þann möguleika á að eScape geti komið á óvart.

hyper vinnur 17-13

——————————
C riðill:

eCCo vs. flite:
eCCo ættu að fara létt með þennan riðil að mínu mati, en þeirra stærstu mótstæðingar eru engu að síður flite sem eiga eftir að gefa allt til þess að vinna þennan leik og ef að þeir spila sitt allra besta þá gætu þeir haft möguleika á að vinna, en á pappír eru eCCo samt betri og því spaí ég litlum sigri eCCo í hag.

eCCo vinnur 18-12

pixel vs. Mort:
Það eina sem að ég veit um pixel er að þeir eru nýjir með hóp nýrra leikmanna sem að hafa lítið sést í íslensku cs, Mort eru líka blanda óþekktra spilara þannig að þetta ættu að vera 2 botnlið riðilsins að spila hérna og gæti það þess vegna orðið spennandi.

Mort vinnur 17-13

six vs. xCs:
Þetta eru bæði ágætis lið með ágæta leikmenn, ég þekki lítið til hvorugs liðs en það sem ég veit er að six er mix lið með leikmenn úr ágætis klönum á meðan xCs er með frekar óþekktan roster þar sem að þekktir spilarar eins og herculez standa þó upp úr.

six vinnur 16-14

——————————
C riðill:

aPi vs. GD:
GD er að mínu mati miðlungslið, sem þó kommst á toplista dummies fyrir nokkrum dögum. Ég held að flestum hafi komið það á óvart að sjá GD í 9. sæti listans yfir liðum eins og rEx og fleirrum góðum liðum. aPi er hins vegar nýtt lið með frekar óþekktum leikmönnum sem eru þó alls ekki lélegir. Ég held að þetta verði einn af mörgum hörku leikjum í þessum riðli því að næstum öll liðin í þessum riðli eru á svipuð og er þetta án efa erfiðasti riðillinn. Ég reikna þó með að GD eigi eftir að stjórna þessum leik og hífa sigur í land, þeir verða þó að gera sitt allra besta því að teamaPi eru alls ekki lélegir.

GD vinnur 16-14

lastgang vs. dunG:

Þetta verður léttur leikur fyrir dunG þar sem að þeir hafa nýlega fengið liðsstyrk frá mönnum á borð við primate og DaMonk. Það myndi koma mér verulega á óvart ef að lastgang myndi taka þennan leik eða þess vegna bara ná fleirri en 10 roundum á móti þeim.

dunG vinnur 25-5

rws vs. KotR:

Þetta verður algjört top uppgjör riðilsins og án efa mest spennandi leikur umferðarinnar, rws er með sterkt og solid lineup, en það eru KotR líka með. Ég reikna með littlum sigri corey og félaga í þessum leik, en þetta er leikur sem gæti léttilega farið á báða vegi.

rws vinnur 16-14

——————————
HLTV verður á rws vs. KotR, GD vs. aPi, d2b vs. sweet og eCCo vs. flite. (Þeir sem eru ekki á þessum lista geta talað við diminans til þess að fá hltv á þeirra leiki).

Hægt er að fylgja stöðu leikja á #gamers.2tm - þar verður hltv einnig upplýst.
#clan-oasis