Núna er kominn vika síðan Day of Defeat Source kom út á Steam, hvernig líkar fólki við hann?

Mér finnst þetta æðisleg breyting á leiknum, hann er hraðari en eldri útgáfurnar sem breytir gamplay-inu til betra.

Einnig finnst mér þetta fallegasta moddið sem hefur komið á HL2 vélina, töluvert meira lagt í þetta mod en það var gert við Counter-Strike:Source, samt er CS:S helvíti flott mod.

Borðin eru bara fjögur eins og er, þó er maður farinn að sjá servera með önnur sérhönnuð möpp, þessi 4 er góð og klassík möpp sem er þó búið að breyta nokkuð, sem mér finnst bara gott.

Ég mæli með að allir sem eiga Gull eða Silfur Steam pakkana að ná sér í DoD:S og prufukeyri hann á fjölmennum server, það er alveg þess virði.

Aðrir sem hafa prófað hann, endilega segið frá hvernig ykkur líkar!
Xbox360 Gametag: Shmeeus