Mælið þið með einhverjum ákveðnum HD? Ég er að gæla við hugmyndina um að púsla saman nýrri vél og hafði hugsað mér að vera með tvö diska.
Ég myndi þá velja mér einn disk, sem æskilegt væri að væri sem hraðvirkastur, og á honum myndi ég vera með stýrikerfið og nauðsynlegustu forrit og leiki.
Svo annan þar sem að fókusinn væri á stærð disksins, enda ansi mikið af pr0ni sem maður má ómögulega missa.
Allar hugmyndir og athugasemdir hvað varðar hraðvirka og góða diska vel þegnar.

Með fyrirfram þökk,
Teenlove