Hæj.

Ég er nýbúinn að formatta og setja upp winxp með service pack 2.
Svo installa ég cs, set cpl gui upp og eina sem ég breyti eru takkarnir og buyscript, fikta ekki einu sinni í netcommands.
Það sem er að gerast núna er að alltaf þegar ég er í combat við sirkabát fleiri en 2-3 þá byrja ég að spika alveg uppí 150-500 í ping. Annars er ekkert að vanalega og pinga ég mjög vel þegar ég er td bara að labba um eða í smá combat, það er eins og þetta gerist bara þegar ég er í “stórum” combat.
Ég er búinn að runna housecall og fannst ekkert þar.
Hefur einhver hugmynd um hvað gæti verið að ?
Mig er reyndar farið að gruna að þetta tengist eitthvað windowsinu því að installið var helmoddað.
A winner never quits and a quitter never wins.