Sælir

Jæja, ég var aðeins að spá í þessum mapcycle sem er á flestum public servers sem ég hef spilað á.. Endilega segiði ykkar álit…

Álitin eru tekin af spilun á public, enda er ekki scrimað nema í örfáum af þessum möppum. Byrjum á fysta mapinu í hringnum, ég er nokkuð viss um að það sé cs_italy…

cs_italy: Besta hostage map í leiknum, reyndar eitt af tveimur svoleiðis möppum sem eru almennilega skemmtileg.

de_dust: Sennilega mesta ct map í leiknum, endar næstum alltaf eins. Allir terr campandi á spawni og ct að gera sitt besta við að týna þá niður.
Frekar dapur borð finnst mér.

de_aztek: Fínt map.. Nokkuð jafnt og skemmtilegt bæði sem terr og ct

de_cbble: Eitt Besta map í leiknum, nema óþolandi þegar allir ct campa uppí gluggahúsinu þarna :)

cs_office: Eitt af tveimur skemmtilegu hostage möppunum í leiknum..

de_chateau: Dapurt map.. Spila það sjaldan

de_dust2: Eins og svo mörgum öðrum, finnst mér þetta skemmtilegasta mapið. Mjög jafnt og býður uppá allt.

de_piranesi: Hef aldrei fýlað þetta map.. Hundleiðinlegt

cs_havana: Leiðinda map, en á sínar stundir þegar roundin eru ein skothríð í gegn.

de_prodigy: Skemmtilegt borð, býður uppá mikið rush og maður getur fraggað mjög vel á góðum degi.

cs_compound: Langdregið, leiðinlegt, asnalegt.. Þetta á allt við um þetta map.. Burt með það.

de_train: Skemmtilegt map, án efa með betri borðum í leiknum.

de_tides: ?? hverjum datt þetta eiginlega í hug?

de_port: Fær sömu einkun og compound, langdregið awp heaven.. Út með það!

de_inferno: Tók smá tíma að venjast, en núna finnst mér það magnað, sérstaklega sem ct. Óþolandi hvað það eru leiðinleg borð í kringum það.

cs_assault: Hef spilað það mjög takmarkað, en finnst það allt annað en ,,grípandi"

Svo höfum við verið að lana í borði sem heitir de_dust_PCG… (de_dust3) það mætti alveg bæta því við, helvíti gott map. Sama umhverfi og í hinum dust borðunum.