Ég hef tekið eftir því að korkar eiga það til að hverfa héðan út, gufa hreinlega upp. Oft eru þetta hinar bestu hreinsanir og eiga fyllilega rétt á sér að mínu mati.
Það sem ég er hins vegar að velta fyrir mér er hvað það er sem stingur í augu admina, hvað má fjalla um og hvað ekki? Ég þykist vita að eðlilegar umgengnisreglur gilda hér á Huga líkt og annars staðar og þykir mér sjálfsagt að fara eftir þeim.
Nú síðast hvarf út korkur um Göngudeildina hjá þeim Oldies mönnum. Þessi korkur var nú e.t.v. ekki skrifaður í 100% yfirvegun en mér fannst hann samt engan veginn fara út fyrir mörk velsæmis.
Er Hugi eingöngu ætlaður fyrir umræður sem fjalla um Simnet servera?
Hvað má og hvað ekki?

gg - Teenlove