Ég hef verið aðeins að skoða þetta og hef nokkur vandamál, fyrst er það módelin sem maður getur notað sem eru pre-módeluð og er bara hennt inn, en vandamálið er það að ég fæ ekki hlutina til að vera solid, þ.e.a.s. ég sé þá og þeir eru í réttum hlutföllum en ég get gengið í gegnum þá!

Síðan er það vatnið, ég sé í gegnum það og sand texturið sem er undir, spuning hvort vatns kassinn sé eitthvað inni í botnkassanum? En þegar ég er kominn niður í vatnið get ég synt og sé svona vatnsbjögun.

Síðast eru það stigarnir, ég nota stiga módelið en hef ekki getað fundið neitt til að nota í að klifra upp hann, fann eitthvað um það hvernig ætti að gera það nema það virkar ekki.

Ef einhver getur hjálpað mér með þetta væri það magnað eða gefið mér góðar síður með tutorials og þá helst með mörgum tut-um.

Takk
Óðinn (hét HasH hérna fyrir stuttu)