……í þessu formi verð ég að segja að Quake og Half-Life eigi ekki heima á sama móti. Allt í góðu með að láta reyna á þetta en þetta gekk ekki alveg upp. Það sem var efst á listanum yfir hluti sem mér og félögum mínum fannst að var “Radio Quake”. Það er alveg með ólíkindum að þurfa að spila heilt mót hlustandi á mann dæla út upplýsingum sem komu í 90% tilvika Half-Life ekkert við, og jafnvel bara einkahúmor á slíkum styrk að maður heyrði ekki í leiknum sem maður var að spila!! Það fékkst reynar í gegn með að úrslitaleikurinn yrði spilaður með slökkt á “Radio Quake” en það var ekki auðsótt mál! <br>Öll radio communication forrit bönnuð á mótinu!! Wtf??? Fyrir sum CS klön er þetta staðalbúnaður á við mús! Þetta er einfaldlega bara hluti af CS og menn voru ekki sáttir við að fá ekki að nota BattleCom eða Roger Wilco eins og þeir voru vanir.<br>Mér heyrðist á Quakeurunum að þeir væru sáttir við mótið þannig að eflaust hefur þetta verið fínt hjá þeim, en hins vegar værum við HL menn sáttari við að mæta á Half-Life mót en ekki bara fá að vera með á Quake móti. Ég held amk. að mitt klan, [.Hate.], hafi lítinn áhuga á að mæta á annað mót með óbreyttu fyrirkomulagi, og ég hef grun um sama megi segja um mörg önnur CS klön.<br>Hvað finnst ykkur hinum?<br><br>[.Hate.]Memnoch