(engel)
Jæja gott fólk. Ég hef heyrt flest alla vini mína lofsyngja CS eins og hann sé Jesús Kristur. Ég iðaði í skinninu eftir að fá að spila hann eftir að einn vinur minn var búinn að lýsa honum fyrir mér. Leist geðveikt á hann. Ég fékk Half-Life lánaðan hjá honum og svo var mér sagt að ég þyrfti bara að downloada CS af netinu og installa, voila allt saman tilbúið og ég ready til að spila við aðra íslendinga í góðum gír.
En svo einfalt var nú ekki málið. Mér tókst að installa þessu (nokkurn veginn), en þetta voru svo margar skrár, skins og mods og fleiri fleiri nöfn og margar versions.
Er einhver sem getur útskýrt skref fyrir skref hvernig ég get spilað CS leikinn? Get ég downloadað honum öllum af netinu?
Hvaða files þarf ég og í hvaða röð á ég að installa þeim?
Þetta er allt saman voðalega eitthvað flókið í mínum huga, þar sem ég fékk mér Tribes2 og þurfti bara að installa, lenda í smá böggi en auðveldast í heimi að tengjast og finna aðra íslendinga.
Getur einhver gefið mér svona idiot proof leið til þess að ná þessu? Frá A til Ö.
Ég kann á lyklaborð, cd-romið, kveikja slökkva á tölvu. Látum sem ég viti fátt annað í bili.
Er einhver snillingur þarna sem vill miðla sinni þekkingu til þess að fá inn fleiri fórnalömb til slátrunnar?
Einn enn hlutur sem væri þægilegt fyrir byrjendur eins og mig að vita. Er hægt að spila leikinn án þess að eiga Half-Life?
Hvað þarf að kaupa fyrir leikinn og ef þess þarf, er hægt að spila Warez útgáfu af honum? Endilega hjálpið mér (newbie nr.1) og fleiri nýbyrjendum svo hægt sé að stækka CS hópinn enn meira.
Ps. prófið síðan Tribes2, hann er snilld.