Source samfélagið fer stækkandi með degi hverjum og hlaut að koma að því að einn daginn yrðu haldið eitthvað almennilegt mót. Ég og Chef Jack vorum að rabba saman um að það yrði gaman að halda Source mót, lítið og stutt svona til að byrja með, og tjekka hvort samfélagið efldist ekki almennilega við það.

Hugsunin er sú að halda mótið yfir eina helgi, hugsanlega yfir fös.-lau. eða lau.-sun.-daga og þá að 2-4 scrimm yrðu scrimmuð á hvorum deginum.

Spurningin er þó sú, hvaða klön eru til í að scrimma. Það yrði bara tímaeyðsla og leiðindi ef klön sem eru ekki með fullan roster og leiðinlegan móral myndu skrá sig, svo að, eins og er, væri ágætt ef þau klön tilkynntu ekki þáttöku sína í keppnina.

Þessi klön myndi ég vilja sjá, þó er þetta alls ekki tæmandi listi. Ef þú eða þitt klan teljið að þið eigið heima í keppninni, endilega tala við okkur á irc.

Liðin:

Oldies,
Pantheon,
Fighters of Thule,
Reaction,
Capital,
2good2bad.

Hvernig takiði í þetta ?