Ég er nýr í movie making bransanum svo allt skítkast er afþakkað.
Allavegana, ég var að gera smá klippu, tók upp með fraps, compressaði það með videomach og svo setti ég það saman og setti músík við. Svo renderaði ég það. Það var flott, fyrir utan það að inná milli kom rautt X á svörtum bakgrunni og hljóðið stoppaði, þetta varði bara í nokkur sekúndubrot í einu, en var nógu lengi til að það sæist og væri pirrandi. Vitið þið hvað er að?