Ég er búinn að fara 4x sinnum á Skjálfta, og í 2 af þeim er var ég klanlaus. Það var ekki mjög gaman. Spila á public og taka nokkur PUG. Það gat orðið soldið þreytandi. En nú datt mér eitt í hug, sem ég held að gæti orðið gott ráð. Af hverju ekki að safna saman öllum þeim sem vilja fara á skjálfta, en hafa ekkert klan, saman á irkrás eða einhvað álíka og raða upp liðum? Ég held að það yrði þjóðráð… Þá væri t.d hægt að fá einhverja reynda og góða counter-strike spilara sem ekki eru í line-up í sínu klani á skjálfta til að vera með í sumum liðum. Það myndi þá kenna „Noobunum“ meiri strategies. Þá myndu hinir „Pro“ gaurarnir líka græða, þá myndu nýliðunum kannski fækka og allir yrðu glaðir… En þetta er bara hugmynd. Endilega komið með comment, en sleppið helst öllum skítköstum.
power to the people!