Núna nýlega er ég búinn að taka eftir því að íslenskir cs spilarar eru búinir að vera með vanþakklæti gagnvart öllum þeim sem hjálpa þessu samfélagi að vera það sem það er í dag.
Sérstaklega eftir uppsetningu CD, þegar adminar viltu gera ykkur spilunina betri og losna frekar við hackera, þá byrjuðu margir að kvarta yfir því að tölvurnar þeirra laggi, en á móti fáið þið færri hackera.
Viljið þið frekar hafa fullt af höckurum heldur en unstable fps?
Hefði ég einhver völd núna myndi ég láta kyppa öllum “fríu” cs serveronum úr sambandi og láta ykkur borga fyrir þá, því miður er þetta ekki þannig. Eins og með þessi server mál, sumir vilja láta breyta CSDM servernum í scrim server, en þeim sem finnst gaman á þessum server og vilja spila leikinn til að hafa gaman, ekki til að “go pro”, ég vil benda ykkur á að þið voruð einu sinni núbbar líka, sýnið þá þeim sem eru núbbar aðeins meiri virðingu.
Eða viljið þið kannski að það sama gerist með Cs serverana ykkar og það sem kom fyrir Deili? Þeir hættu vegna vanþakkæti notenda.