Komiði sælir.

Ég er að byrja með nýja íslenska netdeild, sem mun verða vonandi með mörg tímabil. Sniðið á þessari deild verður svipað og með Simnet Netdeildina. Þeas. það verður úrvalsdeild og svo neðrideildir.

Fyrsta keppnistímabilið verður einungis með úrvalsdeild og komast 10 lið að í hana. Öll þau lið sem vilja komast í þessa keppni eru beðin um að senda mér email á yngvi@manutd.is - með steamid og nicks. Fresturinn rennur út 8.APRÍL.2005.

Svo verður haldið “qualifier” um hvaða lið komast í keppnina. Öll lið sem sækja um fá að taka þátt í qualifier. Úr úrvalsdeildinni geta 2 lið fallið niður í fyrstu deild og 2 lið úr fyrstu deild komist upp í úrvalsdeild.

Mér fannst vanta smá fíling í þetta, og þetta minnir mig smá á enska boltann.

Svo allir þeir sem hafa áhuga á að vera adminar/hjálpa við þetta, msgi mig á irc “mta-fix”, því að margar hendur vinna auðvelt verk.

Með von um áhuga,