Þegar maður pælir í því, þá er íslenski unglingurinn í dag mjög sorglegur. Steríótýpan af unglingsstráknum er bólugrafinn gaur með heyrbnatól á hausnum fyrir framan tölvuskjá að drepa ýmindaðar verur.

Tölvuleikir hafa eyðilagt margan góðan manninn með því að festa hann fyrir framan tölvuskjá þegar hann gæti verið að sinna lærdómi eða stundandi íþróttir og styrkja líkamann.

Maður græðir ekkert á því að spila tölvuleiki, þeir geta sjaldnast nýst manni þegar maður er kominn út í lífið og það er ekki mjög gaman að líta til baka og sjá hvað illa manni gekk í skóla því maður var að spila tölvuleiki.

Hinsvegar eru tölvuleikir ágætis skemmtun sem gaman er að nýta í hófi og ég er ekki á móti tölvuleikjum enda er ég hinn argasti tölvunördi og eyði mestum frítíma mínum spilandi hinn ágæta leik; counter-strike.

Þennan þráð stofnaði ég til að veita öllum tölvunördunum þarna úti innsýn inn í það hvað þeir eru að gera þegar þeir setjast fyrir framan tölvuna.