Ég heiti Gummi / Masta-Killah og ég er frekar óánægður með fpsið í Counterstrike og fleiri moddum.
Tölvan mín er 466 mhz PII og ég hef eitthvað um 256mb minni og ASUS TNT2 3800 Ultra vídeókort.
Gæti einhver sagt mér ráð til að fá betra fps?
Ég er oftast með uþb 30 fps en það fer niður í 15 - 20 þegar ég er í stórum bardögum. Mér finnst það vera svolítið lélegt samanborið við fpsið hjá öðrum sem ég þekki.
Ég hef líka verið að pæla í því hvort það sé hægt að fá aðeins betra ping á íslenskum serverum með því að breyta “rate” eða einhverju öðru. Ég er með 256k adsl en það er kannski aðeins hægara en annarsstaðar því það fer í gegnum vinnuna hjá Pabba.
Rate er á 7500 venjulega en stundum þegar ég hækka að lækka það þá lækkar pingið mitt, er einhver sérstök tala til að fá lágt ping?