Heyrðu ég var að pæla.

Fullt af vídjóum að koma út hérna á íslandi, allir að prufa og svona.

Langar að benda á eitt sem að ég held að margir séu sammála mér í. Ef þið eruð að gera movie, prufið að púsla saman myndinni ykkar með öllum effectum og öllu og prufa síðan líka að sleppa nákvæmlega öllum effectum og horfa á hana svoleiðis.

Punkturinn er sá að það er alveg 10x skemmtilegra að horfa á kannski 8 - 10 mín vídjó með MAD fröggum, ekki einhverju singlehs dæmi bara taka monster dæmi og hafa góða tónlist (takið eftir, tónlist sem ÞÚ fílar, hinir geta bara sett winamp í gang og mutað movie-ið.)

Það er auðvitað alltaf gaman að sjá einhverja mad effecta ef það er ekki of mikið af þeim, en að sjá þúst skjáinn snúast og gaurinn að drepa í einhverjum öðrum lit og svona, það er bara ekki flott.

Ég hef séð fullt af flottum vídjóum, en hinsvegar hef ég aldrei skemmt mér jafn mikið yfir einu vídjói og gamla murk vidjóinu. Það voru bara 11 mín af pjúra fröggum og engin effect, það var geggjað flott á sínum tíma þó svo að fröggin hefðu kannski ekki verið heimsklassa en ég er bara að nota það sem dæmi til að sanna mál mitt.

Prufið að einbeita ykkur af fröggunum, ekki vera að setja einhver miðlungsfrögg í vídjó og ætla að bæta það upp með b0ns af effectum. Gerðu vídjóið þitt skemmtilegt :P