Já ég hef verið að spá því ég er hér í heimavistaskóla og allir sem hafa hér tölvur geta tengt sig við netið á einu “lani” og ég var að spá hvort þið gætur hjálpað mér með eitthvað forrit sem notað er til að hýsa counterstrike server. ef þið gætur bent mér á eitt þannig það væri flott. Við erum með hérna eina tölvu sem er bara notuð sem server og í henni núna bara er hýstur server fyrir DC++ og ekkert annað. Við spilum mikið af CS og það væri flott að geta sett up svona server eða ég var að spá í svona 3 stk en ef þið vitið um eitthvað forrit sem ég get notast við þá væri það frábært.

Takk fyrir mig
kv. Daðinn