Sælir drengir…

Þetta er aðallega skrifað til þeirra sem eru búnir að spila CS í þó nokkuð langan tíma, en þetta á jafnt við alla.

Mér finnst vera allt of mikið um það að fólk sé að skamma og setja út á nýja CS spilara á online serverum.

Ef t.d. einhver player með 3/16 gleymir að panta sprengju eða kampar einhversstaðar allt roundið, þá getur vel verið að þetta fari í taugarnar á ykkur, en munið, að hann er mjög líklega að gera þetta vegna þess einfaldlega að hann kann ekki “óskrifuðu” relgur leiksins, jafnt sem skrifuðu (að planta).

Reynið að sýna smá þroska og ekki rífast og skammast í honum, heldur benda honum á hvað hann mætti gera betur.

Cs mennining er einstaklega “hostile” og ég held að við ættum allir að vinna í því að reyna að minnka skammirnar og hrokann og fara að koma fram hver við annan eins og manneskjur.

Reynum að sýna smá skilning gagnvart þeim sem styttra eru komnir.

Preacher out.