Nú er fyrsti skjálfti ársins liðinn og margir leikjaunnendurnir lagstir til rekkju eftir erfiða helgi, en aðrir búnir að tengja tölvu sína og strax komnir aftur í tölvustólinn. Í rúm 3 ár hef ég verið viðloðinn þetta samfélag á einhvern hátt. Stundum hef ég spilað á skjálfta, stundum hef ég ekki komið neitt nálægt neinu öðru en að vera á sama vefsvæði og samfélagið þrífst á, hér á huga. Engu síður er ávallt viss skemmtun í því að fylgjast með gengi manna, þróun riðla og brackets á stærsta lanmóti landsins. Stundum er HLTV stundum ekki, allt í lagi. Þeir sem eru þó oft meira í sviðsljósinu eru þeir aðilar sem að mest kveður að á þessum mótum. Oftast eru það liðsmenn þeirra liða sem eru að berjast um top3 sæti mótanna. Þar má nefna ice, drake og dig, ef ekki fleiri.

Líkt og þið hinir hef ég í gegnum árin fylgst spenntur með þegar eitthvert af okkar ástsælu counterstrike liðum heldur útí heim til að reyna að koma okkar farsæla skeri á kort eSports heimsins. Þá myndast oft á tíðum skemmtileg stemning í kringum stórmótin, þar sem liðum er fylgt erlendis, og eru undir stanslausri smásjá allan tímann, okkur hinum til afþreyingar og fróðleiks. Það er þó einn leikmaður sem hefur verið hvað mest í uppáhaldi hjá mér, bæði sem liðsmaður og cs spilari, einnig sem karakter á spjallvefjum og vefsetrum. Það kemur þó sú stund að menn þroskast og breytast, oftast á góðan hátt, en stundum verður breytingin svo mikil að einstaka sinnum þykir auðvelt að falla í gryfju grunsemdar og efa. Því miður þá hafa áhyggjur komið til mín í svefni síðast liðin misseri. ice - Some0ne hefur verið viðloðinn þetta samfélag í langan tíma. Hann hefur eflaust þroskast sem einstaklingur innan þess, sem og utan þess í sínu einkalífi. En það er ómögulegt að sitja aðgerðalaus og horfa uppá breytingu eins aðila sem að gæti í raun endanlega leitt til dauða hans. Ég vill þó alls ekkert fullyrða, því eins og ég sagði áður, þá gæti ég farið með grillur, og ekkert óeðlilegt sé á seyði. Þó til að fjarlægja allan vafa, þá væri ágætt ef Some0ne gæti komið fram í sviðsljósið, og sagt okkur hvort hann sé fíkill eða hann hafi einfaldlega valið hentugri og greiðari stíg til að feta í lífinu.

Some0ne í SiC.

Some0ne á leið á CPL summer með Drake.

Some0ne á Skjálfta 1 | 2005.

Oft var þörf en nú er nauðsyn. Þeim sem vantar hjálp, óskið hennar, og ykkur mun verða veitt sú aðstoð sem þið þurfið. Ef eigi, megi þeir ganga með guði.