það er í tísku að senda inn skjálftaspár og mig langar að fitta inn. það hefur margt gerst í cs menninguna undanfarin misseri, Drake misstu byrjunarliðsmann, SeveN og Adios að sækja í sig veðrið og margt fleira. hérna er spá mín fyrir skjálfta 1|05.

1. ice
Á seinasta Skjálfta virtust ICE vera tiltögulega mikið betri en Drake. Nú eru þeir komnir með einn besta mann Drake, Some0ne, í sínar raðir og þá ættu hlutirnir að vera auðveldari fyrir þá.

2-3. diG
Stjörnur seinasta Skjálfta, og þeir eiga eftir að sýna það og sanna á þessu móti að þeir eru ekki slakari en Drake. Vargur hefur tekið þvílíkum framförum og er hann tvímælalaust að skapa sér gott orð hérna á klakanum. Hann á eftir að brillera held ég.

2-3. Drake
Misstu Some0ne, en fengu þó DynaMo inn og hann er sko aldeilis ekki af verri kantinum. En Endurnar eru ennþá með menn á borð við MrRed og WarDrake í liðinu þannig að þeir eru ekki að fara neitt lengra en þriðja sætið að þessu sinni. Þeir gætu þá slefað í 2 sætið ef blibb og Zombie verða heitir.

4. Adios
Adios er eitt af mínum uppáhaldsliðum. Þeir eru með skemmtilegan spilastíl og ótrúlega skemmtilega spilara. Þeir hafa verið tussu active enda eru þeir á leiðinni út til kóngsins Köben að skjóta í haus, og ég spái þeim 4 sæti því að þeir hafa punggrip á SeveN.

5. SeveN
Ég spái SeveN bara 5 sætinu. Af hverju? Því að fólk er búið að gera of miklar væntingar til þessara stráka. Þeir eru allir mjög fínir í CS, en ég man eftir því þegar þeir lentu í 4 sæti, þá héldu allir að þeir myndu hamra 3 sætið.. en neibb.. þeir stóðu ekki undir nafni.

KLÖN SEM KOMA Á ÓVART
Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta, en what the heck. Ég held að dG eigi eftir að koma þrusu mikið á óvart. Ég hef ekki haft mikið álit á þessum töppum en ég veit það að þeir tvöfölduðu styrk liðsins með tilkomu deluxs og ég hlakka mikið til að sjá til þeirra, hvort sem hann fari með þeim á Skjálfta eður ei.