ég ætla að sýna allt sem simnet segir um bilarnar hjá sér:

Föstudaginn 19. janúar verður lokað fyrir proxy aðgang ADSL-tengdra viðskiptavina Símans Internet.

10. maí 2001
Útlandasamband Símans varð fyrir nokkrum truflunum í morgun, þar sem tengiaðili okkar í Bandaríkjunum, UUNet vann að viðhaldsvinnu á netkerfum sínum. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið viðskiptavinum okkar.

11. maí 2001
Útlandalína Símans til Bandaríkjana hefur nú verið stækkuð í 70mb.
Línan var áður 45mb og var farin að vera nokkuð mikið álag á henni yfir hádaginn

15. maí 2001
Adsl kerfi landssímans liggur niðri að hluta, bilanagreining stendur yfir og er vonast til að kerfið verði komið í lag fljótlega

15. maí 2001
Truflanir eru á ADSL kerfi Landssímans í dag, en þær stafa af bilun sem varð í ATM kerfinu.
Notendur geta lent í að ADSL tengingar þeirra slitni títt á meðan þessu stendur.
Verið er að vinna að viðgerð.

16. maí 2001
Upp hefur komið bilun í vélbúnaði í miðlægum router ADSL kerfisins (s.k. BBRAS) sem lýsir sér þannig að viðskiptavinir geta lent í því að tapa gagnflæði í skamma stund eða að tengingar slitna. Næstu nótt (um kl. 05.00) verður routernum skipt út og nýr tengdur. Við ráðleggjum því öllum viðskiptavinum kerfisins að slökkva á tengingunni fyrir þennan tíma þar sem það mun minnka líkurnar á að þeir lendi í vandræðum eftir útskiptinguna

HVAÐ SVO Á MORGUN, HINN þetta er ótrúlegt (ég ætla að skipta um internetþjónustu eða fá mér loftlínu eins og ég ætlaði mér í upphafið)
Why complain?