Sælir félagar!

Nú er ég farinn að huga að því að fá mér nýjan skjá. Þess vegna leita ég enn og aftur til ykkar til að fá hugmyndir og leiðbeiningar. Verðið er ekkert endilega aðalatriði hafði samt ekki hugsað mér að teygja mig nema uppí 100kallinn.
Hvernig skjár nýtist mér best í leikjum (og þá aðallega CS)?
Ég er búinn að vera að skoða Apple Cinema Display 20“. Þetta er alveg súper flottur skjár 20” widescreen lcd. Bara spurning hvort þetta sé ekki frekar slæmur kostur miðað við að hann verður nánast eingöngu notaður í tölvuleiki. Svo kostar hann þar að auki 110þús.

Jæja, ég þakka ykkur fyrir allar þær ábendingar sem kunna að berast.

gg - Teenlove