Hvað er ég að nöldra?!
Ég hef verið að berjast við að venjast þessum nýja cs, ég hef ekki spilað cs soldið lengi, byrjai að fikta aðeins í leiknum fyrir stuttu.

Það hefur vafist fyrir mér þegar ég hef verið dauður og þarf að sitja og bíða í spec-mode(ss. meiri hluti timans sem eg spila.)
Oft á tíð þegar maður er myrtur á hrottalegan hátt og er að og er að fara í spec-mode að þá er maður að ýta á einhverja takka og þá kemur upp þetta ógeðslega pirrandi stjórnborð, interface, eða hvað sem má kalla þetta með fullt af tilgangslausum möguleikum að þvælast fyrir mér í staðinn fyrir að vera bara að elta kalla þá fer þetta að fokka i mér.

Reynslusaga:
1. Ég dey

2. Þvælast-fyrir-mer-sjtjórnborðið poppar upp og þvælist fyrir mér.

3. Ég ýti á ESC og/eða aðra takka til að reyna losna við þetta drasl.

4. Upp kemur svo þetta nýja steam-drasl, þeas. console i “glugga-formi”, og glugginn sem velur server.

5. Ég loka Server glugganum með því að þurfa að vanda mig heillengi að reyna að hitta á littla krossinn í horninu, á meðan maður er í adrenalín og bræðiskasti eftir að hafa dáið þá hristist maður natturlega svo þetta er ekkert auðvelt.

6. Ég þarf að loka ÖÐRUM glugga. Console glugganum. Meira en nóg, mun meira.

7. Þá er komin upp aðal-valmyndin með leiknum spilandi í bakgrunninum, auðvitað til þess að láta mann sjá að það er eitthvað að gerast sem er skemmtilegt. Þetta gerir forritið bara til þess að maður sjái betur hvað það er pirrandi.

8. Það er ekki nóg að ýta á ESC til að loka þessari valmynd!!! Ég þarf að nota músarbendilshæfnina eina ferðina enn til þess að smella á “Resume game”. Resume game.. ég var alinn upp með “continue” í AMIGA 500, hvað varð um það allt :(

9. Ég er aftur kominn í Þvælast-fyrir-mer-sjtjórnborðið sem kemur fyrst. Í þetta skiptið ýti ég ekki á ESC. Neibb! Lendi ekki í þeirri vitleysu aftur, +jump og +duck binduðu takkarnir flækja bara sjónarhornið og gera þetta enn flóknara. Ekkert að virka!

10. Svo sá ég ljósið. Betur sagt, ég man eftir pirrandi ævintýrinu og ég fór að leita að einhverju til að smella á með músinni. Eftir að hafa leitað í Þvælast-fyrir-mer-sjtjórnborðið valmöguleikunum rekst ég svo á kostinn “Close” eða álíka, falinn innum allt hitt óþarfa draslið sem þar er að finna. Ég smelli á close og þá loksins lokast það.

11. Þvælast-fyrir-mer-sjtjórnborðið er farið. Hvað þá, nei auðvitað er ég búinn að rugla viewinu sem ég vil hafa í spec-mode. En ekki örvænta, þetta var minna mál, ég ýtti á space og þá var allt í lagi og biðtíminn í spec-mode að lokum kominn.

Hversu oft?
Ég segi ekki að þetta sé ALLTAF að gerast. En þetta gerist af og til og það eru sjálfgefin viðbrögð hjá mér að ýta á ESC eins og hefur virkað fyrir mig síðan ég var með bleyjuna að leika mér í Silkworm. Núna er allt saman orðið svo gay :(

Hvenær/Hvernig?
* Einhvern tíman.
* Þegar ég ýti á einhvern takka.

Að spila drukkinn.
* Ef ég væri fullur sem væri það eflaust um helgi ef ég væri eðlilegur(ég, hah.), sem ég hef ekki prófað að reyna á en í þessari útgáfu, þá myndi ég eflaust gera vandann mun verri. Að lenda í þessu valmynda-brjálæði drukkinn myndi líf mitt eflaust fara í vaskinn, myndi fá slæmt taugaáfall að reyna losna úr þessu.

Tökum klósett sem dæmi:
Að spila CS 1.3 fullur er eins og að vera á risastóru salerni á skemmtistað. Þú kjagar inn með ballentines í klaka og þú hefur um margar tegundir af klósettum og mismunandi möguleikum úr að velja. Það eru littlu pissu skálarnar, kúka-klóstin sem má einnig finna á flestum heimilum og svo risa stóru pissubalarnir. Þú getur setið og pissað, þú getur staðið og pissað í skálarnar, þú getir sprautað í allar áttir í stóra pissubalanum og síðast en ekki síst. Þú getur pissað á gólfið.

Í CS 1.3 er nóg að ýta á esc og þá ertu kominn úr menu. Það skiptir engu máli hvar eða hvernig þú pissar á klósetti á skemmtistað, þú bara pissar þar sem þú stendur þegar þú rennir niður, þótt það sé við vaskinn, ruslatunnuna, hurðarhuninn eða hvað. Þetta jafngildir því að ýta á ESC.
Í CS 1.5 þá höfum við þessa hringa-vitleysu sem ég lýsti hér ofarlega. Þeas. stíflað klósett heima hjá nýju kærustunni þinni sem þú ert ógeðslega hrifinn af. Ert búinn að vera að kela og svo allt í einu fer þér að svíða í gyllinæðinu sem þú fékkst á að skeina þér illa og þú hleypur á klóstið skiljandi eftir vægan skíta-fnyk eftir hjá kellingunni. Hlammar þér á klósettið og þá byrjar þessi stærsti og harðasti kúkur sem þú hefur fætt á ævinni og rífur brútallí í gyllinæðið, rétt gubbar honum út úr gatinu og missir hann i vatnið og þá skvettist á þig vatnið úr klóstinu, sem er blóðugt eftir sárið. Þú teygjir þig upp í hillu í leit að pappír til að skeina þér og þrífa þegar þú finnur snögglega rosalega til í maganum og skíst smá niðurgangs-slettu í handklæðarekkannm og rétt sleppur með restina á dallinn. Niðurgangurinn brennir á þér rassgatið og gyllinæðið og þig er farið að svima því þú missir svo mikið blóð. Þú stendur upp og leitar aftur að pappír en hann er búinn, það er ekkert sem þú getur þurrkað þér með. Þú sturtar klóstinu svo þú getur leitað að einhverju til að þurkka bossann með án þess að finna lyktina. Sviminn versnar og verkurinn í gyllinæðinu er svo mikill að það líður yfir þig. Þú vaknar nokkru seinna, liggjandi í þínum eigin hægðum eftir að stíflaða klóstið flæddi um allt gólfið sem þú dast í. Mamma kærustunnar þinnar er búin að brjóta upp hurðina og er að þrifa af þér skitinn með handklæði. Svo segir hún “Afhverju notaðiru ekki klóstið sem er niðri.” Svona er CS 1.5, maður býst ekkert við því að þessi hlutur komi fyrir mann, það er venjulega nóg að ýta á esc lokast menu. En ekki hérna. Þú sérð einn möguleika og ert að reyna að láta hann virka þeas. hlaupa á rétt klósett, kúka, þarft ekki að standa upp eftir pappir, bara teygir þig i hann, líður ekki yfir þig, flæðir ekki utum allt og þu ferð aftur til kærustunnar og segjir “vá fannstu svita lyktina af mer áðan, ég var að þrífa hana af mer”. Þá auðvtiað meina ég, ýta á ESC í staðinn fyrir að vera fara í gegnum allan þennan vanda!!!


Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta kemur í ljós eftir nokkra klukkutíma. Og þá mun ég einnig koma með lausn.

ATH. var að fatta að það er kominn út 1.6.. þegar ég skrifa 1.5 herna fyrir ofan þá meina ég 1.6.